KAP VE Aflahæst netabáta 2023

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta. Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]
Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. […]
Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni

„Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“ – Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? „Mig langar til að vera […]
Kap með fyrsta loðnufarm ársins til VSV

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land. Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. „Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum […]
Huginn á leið til Eyja með fyrstu loðnuna, aðalvél Kap ekki komin í lag

Huginn er lagður af stað af miðunum fyrir norðan land með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja. Skipið er væntanlegt til hafnar seint í kvöld eða í nótt með um 1.800 tonn til bræðslu. Ísleifur er áfram að veiðum norður af Langanesi, kominn með um 1.300 tonn og heldur að líkindum heim á leið í kvöld. Þá […]
Ísleifur VE með Kap VE í togi á leið til Akureyrar

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið í gær. Annað skip frá Vinnslustöðinni, Ísleifur VE, var þar ekki langt frá og tók Kap í tog áleiðis til Akureyrar. Veður var skaplegt, allt gekk vel fyrir sig og engin hætta á ferðum. Skipin voru á Grímseyjarsundi í morgun og gert […]
Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]
Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]
Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]
Enginn COVID-smitaður í áhöfn Kap II

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn, löndun er hafin þar úr skipinu og það heldur síðan til veiða á ný á þriðjudaginn kemur, eftir verslunarmannahelgarfrí áhafnarinnar. Grunur um COVID-smit um borð í Kap II reyndist ekki á rökum reistur, sem betur fer. Tekin voru sýni úr skipverjum sem höfðu veikindaeinkenni […]