Í tilefni dagsins – fáeinir drættir úr sögu fyrstu bæjarstjórnarkosninga í Eyjum.
Ég er að færast á þann aldur að kosningar eru hátíðisdagar. Tvíþætt erindi á ég við þá er þessi orð lesa. Annað er að hvetja alla sem geta til að nýta sér kosningarétt sinn, hitt er að rifja upp fáeina sögumola fortíðar fyrir fróðleiksfúsa. Kosningarnar í dag eru hinar 34. í röð bæjarstjórnarkosninga í Eyjum. […]