Katrín býður til hádegisfundar á Einsa Kalda

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til súpufundar og samtals á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, mánudaginn 22. apríl klukkan 12.00. Allir Eyjamenn eru velkomnir á fundinn. Katrín mun jafnframt heimsækja fólk og fyrirtæki í Eyjum þennan mánudag, áður en hún heldur til lands að nýju.   (meira…)

Sumarfundur forsætisráðherra í Eyjum

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins. Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin […]

Ráðherrafundur, minnisvarði og málstofa í tilefni tímamóta

Í gær undirrituðu þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, viljayfirlýsingu um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni þess að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár liðin frá eldgosinu í Surtsey. Til stendur að skipuleggja samnorrænan ráðherrafund forsætisráðherra í Vestmannaeyjum sumarið 2023 í kringum Goslokahátíð Vestmannaeyja.  Jafnframt […]

Verkefnum fjölgar hjá Sýslumanni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í heimsókn í Vestmannaeyjum í dag. Ein af ástæðum fyrir heimsókninni til Eyja var að undirrita samning við sýslumann vegna verkefnis sem hefur hlotið styrk frá forsætisráðuneyti. Markmið verkefnisins er að til verði opinber og samræmdur gagnagrunnur sem unninn er úr starfakerfum sýslumanna og hægt verður að nýta til að varpa […]