KFS flýtir leik vegna veðurs

KFS á leik við Hvíta Riddarann í dag í 3 umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en var færður vegna veðurs. KFS vann síðasta leik sinn gegn Ými 1-2 í Kórnum síðustu helgi. Sæbjörn Sævar Jóhannsson skoraði bæði mörk KFS í 2-1 sigri á Ými. Arian Ari Morina kom Ýmismönnum í […]

Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]

Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KFS

KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér. KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið […]

KFS tekur á móti Þrótti Rvk á heimavelli

KFS á heimaleik gegn Þrótti Rvk fimmtudaginn 6. apríl kl. 14:00 á Helgafellsvelli. KFS komst áfram úr fyrstu umferð mjólkurbikarsins með sigri á Ými frá Kópavogi og lendir í skemmtilegu verkefni á móti Þrótt Rvk, sem leikur í Lengjudeildinni. Athyglisvert er að segja frá því að þjálfari Þrótts er Ian Jeffs.     (meira…)

Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS

Eyjapeyjinn Óskar Elías Zoega Óskarsson er genginn til liðs við KFS frá ÍBV. Óskar sem nú er að einbeita sér að þjálfun hjá ÍBV ætlar að taka slaginn með KFS í 3. deild og er það sannkallaður happafengur fyrir liðið. Óskar á að baki 185 leiki með ÍBV, Vestra, Þór Ak, KFR og KFS og […]

Vinnslustöðin verður aðalstyrktaraðili KFS

Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS. Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS. ,,Það er mjög ánægjulegt að […]

KFS – Óðinn áfram þjálfari

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Óðinn Sæbjörnsson verður áfram þjálfari KFS í þriðju deild. KFS náði góðum árangri í sumar og sigldi lygnan sjó í deildinni þvert á allar spár og endaði í sjötta sæti deildarinnar af tólf liðum. Með KFS leika margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina […]

Lokahóf KFS

KFS spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu í gær á týsvelli, mikil dramatík var í leiknum sem endaði með tap, 6 mörk KFS á móti 7 mörkum mótherjanna; Vængjum Júpíters. Mörk KFS skoruðu: Daníel Már Sigmarsson 3mörk. Víðir Þorvarðarson 2 mörk og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Liðið endar tímabilið í 6. sæti af 12. sem verður […]

6-7 : KFS-Vængir Júpíters

Nú fer fram leikur KFS gegn Vængjum Júpíters á Týsvellinum. Leikurinn hófst kl. 14:00 og stendur yfir. KFS er fyrir leik í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, en Vængirnir eru í 11. sæti með 17. stig. Fréttin verður uppfærð. kl. 18:15 Leik er lokið og þvílík markasúpa sem varð hér í dag. KFS með […]

Herjólfur ohf. & KFS framlengja samstarfi

Herjólfur verður einn aðalstyrktaraðili KFS, sem kemur sér afar vel í baráttunni í 3. deild. Með KFS spila ungir og efnilegir knattspyrnumenn með reyndari leikmönnum í meistaraflokki. Í liði ÍBV í dag sem og undanfarin ár spila fjölmargir leikmenn sem hófu meistaraflokksferil sinn með KFS. KFS er 25 ára í dag og er því vel […]