Stuðningsmaður KFS vann 1,7 milljónir

85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippar vikulega hjá KFS í Vestmannaeyjum en mikill kraftur er í getraunastarfi KFS sem er eitt öflugasta íþróttafélagið í sölu getraunaseðla á landinu. Auk þess hafa félagsmenn í KFS unnið […]
KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)
KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag þegar þeir fá Víði í heimsókn. Víðir situr í fjórða sæti og KFS í því 10. Sem stendur eru KFS og ÍH nokkuð jöfn og því mikilvægt að KFS tryggi sér að minnsta kosti jafntefli í dag til þess að halda sér í 3. deildinni að […]
KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag

KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag og hefst leikurinn kl. 16 á Grenivíkurvelli. KFS situr í 10 sæti deildarinnar með 18. stig. Í 11 sæti er Ýmir með 16 og á botni deildarinnar er ÍH með 15 stig. KFS á einnig leik við ÍH næstkomandi laugardag 9. september kl. 13 í Skessunni. Hvetjum þá […]
Hjólaði inn á Hásteinsvöll í miðjum leik

Ungur maður hjólaði inn á Hásteinsvöll á rafmagnshlaupahjóli síðastliðinn fimmtudag þegar KFS lék við Hvíta riddarann í 3. deild karla í knattspyrnu á húkkaraleik. Leikmönnum var ekki skemmt yfir atvikinu eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ljósmynd: Skjáskot. (meira…)
Húkkaraleikur – KFS fær Hvítu Riddarana í heimsókn

KFS fær Hvítu Riddarana í heimsókn í dag. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Týsvelli. Líkt og fram hefur komið í tilkynningu kostar miðinn á leikinn 1.000 krónur og rennur allur ágóði af miðasölu til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hver afhentur aðgöngumiði við inngang er happdrættismiði og dregið verður út í hálfleik, segir í tilkynningu […]
Allur ágóði af miðasölu rennur til Krabbavarnar

KFS leikur gegn Hvíta Riddaranum í húkkaraleik nk. fimmtudag 3. ágúst á Íslandsmóti 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Týsvelli. Lið KFS situr í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig úr 13 leikjum á meðan Hvíti Riddarinn situr í því tíunda með 11 stig úr 14 leikjum. Miðinn á leikinn kostar […]
Eyþór Daði genginn í KFS

Eyþór Daði Kjartansson hefur gengið til liðs við KFS. Hann lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í sigri á Ými. Eyþór mun leika með liðinu þar til hann heldur aftur erlendis í nám. KFS er sem stendur í sjöunda sæti 3. deildarinnar. “Þetta er mikill fengur fyrir KFS […]
Jón Jökull í KFS

Jón Jökull Hjaltason 22. ára leikmaður ÍBV hefur verið lánaður yfir í KFS. Jón Jökull hefur leikið yfir 30 leiki í 1. deild með ÍBV og Þrótti Vogum. Jón hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að nota tækifærið vel til að ná sér í leiki og um leið hjálpa eyjapeyjunum í KFS í […]
KFS – Kormákur/Hvöt kl. 18.00 í dag (staðfest)

Staðfestur leiktími KFS við Kormák/Hvöt á Týsvelli kl. 18.00 í dag. KFS er í níunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir. KFS tapaði gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 1-0. Mætum á völlinn og hvetjum strákana. (meira…)