KFS leikur gegn Hvíta Riddaranum í húkkaraleik nk. fimmtudag 3. ágúst á Íslandsmóti 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Týsvelli.
Lið KFS situr í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig úr 13 leikjum á meðan Hvíti Riddarinn situr í því tíunda með 11 stig úr 14 leikjum.
Miðinn á leikinn kostar 1.000 krónur og rennur allur ágóði af miðasölu til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hver afhentur aðgöngumiði við inngang er happdrættismiði og dregið verður út í hálfleik, segir í tilkynningu frá Óðni Sæbjörnssyni, þjálfara KFS.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst