Sæti í 3. deild í boði

KFS leikur seinni leik sinn gegn Hamri í Hveragerði í dag kl. 15:30 á Grýluvelli. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir KFS og má búast við hörkuleik. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr rimmunni tryggir sér sæti í úrslitaleik 4. deildar og sæti í 3. deild. Í færslu á facebook síðu liðsins eru stuðningsmenn […]

KFS-Hamar frestast til sunnudags

Eftir frækinn 6-0 sigur á KFR síðastliðin miðvikudag er komið að alvöru Suðurlandsslag þegar KFS mætir Hamri frá Hveragerð í fyrri leik undanúrslita, en spilað er heima og heiman, og er sæti í 3.deild í boði. Leikurinn er á morgun sunnudag á Hásteinsvelli kl. 14:00. Síðasti leikur var svakaleg skemmtun og höfðu áhorfendur mikið að […]

KFS-KFR á Hásteinsvelli í dag

Lærisveinar Gunnars Heiðars í KFS taka á móti nágrönnum okkar í KFR á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag (miðvikudag). Leikurinn er síðari viðureign í 8-liða úrslitum 4. Deildar. KFR sigraði fyrri leik liðana á Hvolsvelli 2-1. KFS þarf því á sigri að halda til að komast í 4-liða úrslit. Í fréttatilkynningu frá KFS eru Eyjamenn […]

ÍBV-KFS klukkan 15:00

Það verður sannkallaður nágrannasalagur þegar ÍBV mætir KFS í æfingaleik á Hásteinsvelli klukkan 15:00 í dag. (meira…)

6-0 sigur KFS í fyrsta leik tímabilsins

KFS hóf nýtt knattspyrnutímabil með miklum krafti er þeir mættu Kóngunum frá Reykjavík í leik í 1.riðli C-deildar Lengubikarsins og jafnframt fyrsta leik tímabilsins hjá KFS. KFS undir stjórn Andra Ólafssonar, þjálfara, gerði sér lítið fyrir og vann leikinn með sex mörkum gegn engu. Mörk KFS skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Heimisson, Erik Ragnar Gíslason, […]

Svo gott sem búið hjá KFS

Eftir 0-6 tap gegn Reyni frá Sandgerði á heimavelli í dag er svo gott sem úti um vonir KFS að komast upp í 3. deildina. Þar sem verið er að fjölga liðum í þriðju deildinni fara þrjú lið upp úr þeirri fjórðu að þessu sinni. En það verður að teljast ólíklegt að KFS verði eitt […]

KFS fór létt með Ísbjörninn

KFS fékk ísbjörninn frá Kópavogi í heimsókn á Týsvöllin í dag. Það er skemmst að segja frá því að heimamenn höfðu öll höld og tögl á vellinum og fór það svo að leikurinn endaði 7 – 0 KFS í vil. Mörk KFS skoruðu Egill Jóhannsson, Erik Ragnar Gíslason Ruix, Bjarni Rúnar Einarsson, Ehsan Sarbazi, Jóhann Ingi […]

KFS tyllir sér á toppinn

KFS tók á móti Alafossi á Þórsvellinum í dag, laugardag kl. 16.00 í toppbáráttunni í C riðli 4. deildar karla. Fyrri leikur liðanna endaði með óvæntum sigri Álafossar en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum í dag. KFS skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og var þar á ferðinni Daníel Már Sigmarsson sem skoraði […]

Markasúpa hjá KFS

KFS mætti Kóngunum úr Reykjavík í C-riðli 4. deildar á Týsvelli í gær. Er óhætt að segja að Eyjamenn hafi haft höld og tögl á leiknum. Fyrsta markið kom á 2. mínútu og bættust við fimm til við bótar í fyrri hálfleik. Í þeim seinni hélt markaveislan áfram og urðu mörk KFS á endanum 10. […]