Bleik messa á sunnudag

Krabbavarnarkonur mæta í heimsókn í Landakirkju í bleikri messu á sunnudag, 24. október kl 14:00. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Kristín Valtýsdóttir segja frá starfi félagsins ásamt að fara yfir sína eigin sögu er málefnið varðar. Sr. Guðmundur Örn predikar og Kór Landakirkju leiðir sálmasönginn undir stjórn Kitty Kovács. (meira…)
Hátt í 700 þúsund krónur söfnuðust á sýningunni hjá Rikka

Ríkharður Zoëga Stefánsson, eða Rikki eins og hann er kallaður, hélt málverkasýninguna „Flottir tengdasynir og úteyjar“ um sjómannadagshelgina. Fjölmenni mætti á sýninguna sem hafði að geyma 27 verk eftir Rikka. Skemmst er frá því að segja að allar myndirnar á sýningunni seldust en allt söluandvirði rann óskipt til Krabbavarnar í Vestmanna- eyjum. Við ræddum við […]
Mottumars tónleikum frestað

Tónleikar sem halda átti í tilefni af Mottumars á miðvikudaginn til styrktar Krabbavarnar verður frestað um óákveðin tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna COVID-19. Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum. (meira…)
Vitundarvakningin – Ég skil þig

Alþjóðadagur gegn krabbameinum er haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni ætla Kraftur og Krabbameinsfélagið að hrinda af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Það […]
Tæp hálf milljón til Krabbavarnar

Það var margt um manninn í Höllinni er Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja hét sitt árlega kótilettukvöld. Þar hittist hópur fólks saman og borðar kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og lætur gott af sér leiða um leið. Um 160 manns mættu í síðustu viku og er það Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem nýtur ágóðans. Pétur Steingrímsson og Gunnar […]