Úlli open: Um 900.000,- til Krabbavarnar
Í gær fór fram styrktar-golfmótið “Úlli open” við frábærar aðstæður á golfvellinum hér í Eyjum. „Þetta er styrktarmót í minningu Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugssonar, Úlla okkar. Mótið hefur verið haldið frá 2020, en þá var þetta minningarmót um Úlla, en síðan höfum við haldið það á hverju ári, sem styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, í minningu […]
Styðjum Kótilettukvöldið, Krabbavörn og Líkn.
Á kótilettukvöldinu á morgun fimmtudag, 26. október verð ég með bók mína, Lífsaga Didda Frissa til sölu í Höllinni. Bókin verður árituð og 2.000 kr. af hverju seldu eintaki rennur til kótilettukvöldsins og þeirra verkefna sem þeir styrkja. Verkefnið er gert í samstarfi við Gunna og Pétur Steingríms. Bókin er tæpar 400 blaðsíður, ríkulega myndskreytt […]
Upplifum, njótum, verum til
Styrktarkvöld Krabbavarnar í Vestmannaeyjum var haldið þann 6. október sl. Styrktarkvöld eru orðin árlegur viðburður þar sem stjórn félagsins og sjálfboðaliðar koma að skipulagi. Bleika boðið í ár sem haldið var í Höllinni var afar vel sótt og heppnaðist vel í alla staði. Að því sögðu er Eyjamaður vikunnar Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir sem situr í […]
Afhentu milljón til góðgerðarmála
Nú síðdegis afhentu forsvarsmenn Geisla tveimur góðgerðafélögum myndarlega gjöf í tilefni af 50 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Félögin tvö sem nutu góðs af þessu eru Einhugur, félag einhverfra og aðstandenda þeirra i Vestmannaeyjum og Krabbavörn í Vestmannaeyjum, 500.000 fyrir hvort félag. Í afmælishófi á vegum Geisla fyrr í þessum mánuði voru öll blóm og […]
Glæsilegt styrktarkvöld Krabbavarnar
Fjölmennt var á styrktarkvöldi Krabbavarnar í Vestmannaeyjum sem fram fór í Höllinni í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði á gómsætum ítölskum platta frá Einsa Kalda. Góð sala var á happdrættis miðum með flottum vinningum. Blush var með kynningu og bás með sínum vinsælustu vörum og Bryndís Ásmunds ásamt dönsurum var með glæsilega Tinu Turner sýningu. Kiddi Bigfoot […]
Bleikt boð í Höllinni á morgunn
Við minnum alla á Bleika boðið sem haldið verður í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum á morgunn föstudaginn 6. október. Bleika boðið er fyrir alla, konur og karla. Húsið opnar kl. 19:00 en viðburðurinn hefst 19:30. Í boði verður girnilegur ítalsku platti að hætti Einsa Kalda. Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir færir okkur sitt […]
Bleikt boð fyrir alla
Bleikt Boð fyrir alla, konur jafnt sem kalla í Höllinni þann 6. oktober. Húsið opnar kl. 19:00 en viðburðinn byrjar stundvíslega 19:30. Í boði verður girnilegur ítalsku platti að hætti Einsa Kalda. Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir færir okkur sitt kröftuga og magnaða Tina Turner Power Show. Blush verður með kynningu en Blush er ein […]
Minningarmótið Úlli open 2023 styður Krabbbavörn í Eyjum
Úlli open er minningargolfmót um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla píparar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 22.september 2019. Mótið var fyrst haldið í ágúst 2020 og hefur verið haldið árlega síðan. Það hefur frá upphafi styrkt Krabbavörn í Vestmannaeyjum, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa góða félags. Mótið er styrkt af […]
Allur ágóði af miðasölu rennur til Krabbavarnar
KFS leikur gegn Hvíta Riddaranum í húkkaraleik nk. fimmtudag 3. ágúst á Íslandsmóti 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Týsvelli. Lið KFS situr í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig úr 13 leikjum á meðan Hvíti Riddarinn situr í því tíunda með 11 stig úr 14 leikjum. Miðinn á leikinn kostar […]
Glæsilegir tónleikar í kvöld
Í kvöld fara fram tónleikar í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Húsið opnar 19:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram eru Foreign Monkeys, Júníus Meyvant, Helga, Arnór og hipparnir, Blítt og létt, Merkúr, Molda og Eyjabítlarnir. En Bjarni Ólafur er kynnir kvöldsins. Hægt verður að taka þátt í happadrætti en […]