Í gær fór fram styrktar-golfmótið “Úlli open” við frábærar aðstæður á golfvellinum hér í Eyjum.
„Þetta er styrktarmót í minningu Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugssonar, Úlla okkar. Mótið hefur verið haldið frá 2020, en þá var þetta minningarmót um Úlla, en síðan höfum við haldið það á hverju ári, sem styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, í minningu Úlla. Að þessu sinni söfnuðust rétt um 900.000,- krónur og hefur mótið þá skilað rétt tæpum fjórum milljónum til styrktar þessu þarfa og góða málefni frá því það var haldið fyrst.“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, einn af skipuleggjendum mótsins.
„Úlli kynnti sig gjarnan sem Eyjamann fæddan á Siglufirði, en búsettur í Grindavík. Við Eyjamenn sem að þessu komum viljum sérstaklega þakka vinum okkar úr Grindavík fyrir komuna og tryggðina sem þau sýna okkur ár eftir ár. Þá viljum við sem að þessu stöndum þakka öllum fyrirtækjunum sem styðja við okkur í þessu verkefni fyrir þeirra mikilvæga framlag. Til stendur að gera mótið enn stærra á næsta ári og verður það allt saman kynnt síðar.“ segir Bjarni Ólafur.
Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir, formaður Krabbavarnar segir af þessu tilefni að þakklæti sé þeim efst í huga. „Félagið þakkar fyrir þann kærleik sem því er sýnt með þessum styrk. Styrkurinn hefur mikið að segja fyrir félagið, sem styður félagsmenn sem greinast með krabbamein.“ segir hún. Það voru þau Olga, Guðrún og Óskar Pétur sem tóku á móti styrknum fyrir hönd Krabbavarnar.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst