Slor og Skítur – Live at Eldborg
Hljómsveitin Molda kom fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar ásamt öðrum góðum listamönnum. Molda flutti ásamt Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja lagið Slor og Skítur eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir hafa nú bætt um betur og gefið út tónleikaútgáfu af laginu á Spotify. Mix/Hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson Mastering : Jóhann Ásmundsson Cover mynd : Brynja Eldon […]
Jólalaga-singalong og Grinch
Í dag fer fram í Landakirkju Jólalaga-singalong sem hefst kl. 13. “Þá ætlum við að koma saman til að syngja jólasálma og jólalög og gleðjast á góðri söngstund,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja munu styðja við sönginn og flytja einnig verk einslega. Þá hefur heyrst að Grinch muni […]
Saman í kór
Það var skemmtileg samkoma sem fram fór í safnaðarheimili Landakirkju í gær þegar kórar í Vestmannaeyjum leiddu saman hesta sína. Það voru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem héldu eins konar kóramót og buðu Eyjamönnum að hlíða á afraksturinn. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig síðustu vikurnar. Tilgangur […]
Heiður að taka þátt í frumflutningi þjóðhátíðarlagsins
Kvennakór Vestmannaeyja tók þátt í þjóðhátíðarlaginu í ár í annað skiptið. Kristín Halldórsdóttir meðstjórnandi Kvennakórs Vestmannaeyja og frumkvöðull kórsins sagði frá stofnun kórsins og þeirri upplifun að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í 15. tbl Eyjafrétta. Skellti í Facebook færslu Kvennakór Vestmannaeyja var stofnaður árið 2020 þegar Kristín Halldórsdóttir tók þá ákvörðun […]
Hátíðarkveðja Karlakórs Vestmannaeyja og Kvennakórs Vestmannaeyja
Lítið var um framkomur hjá Karlakór- og Kvennakór Vestmannaeyja fyrir þessi jólin vegna aðstæðna í samfélaginu því var brugðið á það ráð að taka upp nokkur lög og deila með landsmönnum. Afraksturinn má sjá hér að ofan. Fram koma: Karlakór Vestmannaeyja -stjórnandi: Þórhallur Barðason Kvennakór Vestmannaeyja -stjórnandi: Kitty Kóvács Undirleikur: Kitty Kóvács Með gleðiraust og […]
Langt umfram mínar björtustu vonir
Síðastliðinn sunnudag hittist hópur kvenna í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja á stofnfundi Kvennakórs Vestmannaeyja. Á fimmta tug kvenna mætti á fundinn en það er þó bara hluti þeirra sem hyggjast taka þótt í kórstarfinu samkvæmt nýkjörnum formanni, Kristínu Halldórsdóttur. „Alls hafa um áttatíu konur skráð sig í kórinn á Facebooksíðu hans og sýnt áhuga á að […]
Á fimmta tug kvenna á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja
Á fimmta tug kvenna mættu galvaskar á fyrstu æfingu hins nýstofnaða Kvennakórs Vestmannaeyja. “Þrátt fyrir að hafa ekki verið 100% var þetta svo ofar öllum vonum og væntingum. Samhljómurinn og þéttleikinn í kórnum er eitthvað sem ég held að enginn hafi búist við á fyrstu æfingu,” segir Kristín Halldórsdóttir, forsprakki og formaður hins nýja kórs […]