Breytt kirkjustarf

Það verða töluverðar breytingar næstu vikur á starfi Landakirkju sökum faraldursins. Flest starf fellur niður, þ.m.t. messur og sunnudagaskóli en krakkaklúbbarnir (1T2, 3T4, TTT) og Æskulýðsfélagið heldur þó áfram. Sjá betur á meðfylgjandi mynd. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í gær bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún […]

Jól í skókassa farið af stað á nýjan leik

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað þrátt fyrir aðstæður í þjóðfélaginu. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Tekið er á […]

Öruggur vettvangur okkar allra

Í Landakirkju fer fram ýmis konar starfsemi sem leidd er af frábæru fólki. Margir leita til kirkjunnar og starfsemi hennar og oftar en ekki varðar kirkjan og athafnir hennar lífsgöngu okkar bæði sem einstaklingar og samfélag. Hér á eftir verður aðeins farið yfir þá starfsemi sem fram fer í Landakirkju eða á hennar vegum. Helgihald […]

12 spora hópastarfið Vinir í bata aftur af stað

Boðið verður upp á 12-spora hópastarf í Landakirkju í vetur. Við köllum okkur Vini í bata og vinnuna köllum við Andlegt ferðalag. Þetta er fyrir alla sem vilja vinna með tilfinningar sínar af einlægni og kynnast sjálfum sér og Guði betur. Kynningarfundur verður mánudaginn 21. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir öllum til þess […]

Sunnudagurinn í Landakirkju

Landakirkja færist yfir á vetrartímann núna á sunnudag og þar með hefst sunnudagaskóli vetrarins og starfsemi æskulýðsfélagsins. Þá færist guðsþjónustan til kl. 14. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og verður sem fyrr í kirkjunni. Líkt og alltaf í sunnudagaskólanum verður leikið, dansað, sungið, verið með gamanmál, frætt og spilað á gítar. Í raun má segja að […]

Sunnudagaskólinn í gang á sunnudag

Það er létt yfir í Landakirkju þessa dagana en starfið á haustönn hefur göngu sína á sunnudag. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11:00 með pompi, prakt, gítarspili, söng og gleði og samfara því færist sunnudagsmessan til kl. 14:00. Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður á sínum stað undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa og leiðtoga kl. 20:00 og lofað […]

Afmælishátíð Landakirkju felld niður

Vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu um þessar mundir hefur verið ákveðið að 240 ára afmælishátíð Landakirkju, sem til stóð að yrði 30.ágúst næstkomandi, muni falla niður. Undirbúningur fyrir hátíðina hefur staðið yfir um nokkurt skeið, og líklega hafa bæjarbúar einna helst orðið varir við andlitslyftinguna á veggnum umhverfis kirkjuna, auk þess sem […]

Fermingar hefjast í dag

Í dag hefjast fermingar með formlegum hætti en þeim var frestað í vor vegna COVID-19. Fermingardagarnir eru sex að þessu sinni og eru eftirfarandi; 15. ágúst 16. ágúst 22. ágúst 23. ágúst 5. september 12. september Við óskum fermingarbörnunum innilega til hamingju með jáið sitt góða og fjölskyldum þeirra til hamingju með ákvörðun barnsins 🙂 […]

240 ára afmæli Landakirkju

Á þessu ári eru liðin 240 ár frá því byggingu Landakirkju var lokið. Kirkjan var byggð 1774-1780 en þá voru íbúar í Eyjum innan við 300 talsins. Tvær meiriháttar breytingar hafa verðið gerðar á kirkjunni á þessum 240 árum.  Í tíð von Kohls sýslumannas (1853-1860)  var byggður tréturn á kirkjuna predikunarstóll sem stóð sunnanmegin var […]

FriFraVoce með tónleika í Landakirkju

Þýski æskukórinn FriFraVoce heldur tónleika í Landakirkju mánudaginn 20. júlí kl. 17:00 og er aðgangur að tónleikunum frír. Kórinn var stofnaður fyrir ellefu árum og óx upp úr barnakórnum við klausturkirkjuna í Offenbach í Rheinland Pfalz. Kórinn skipa 30 ungmenni á aldrinum 15-25 ára og starfar á vegum prófastdæmisins í Obere Nahe og stjórnandi hans, Roland […]