Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur fundað reglulega vegna stöðunnar í rafmagnsmálum

Bæjarráð kom saman síðastliðinn föstudag vegna stöðunnar sem upp er komin vegna afhendingar á rafmagni til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir að bilun kom upp og rafmagnslaust var í Eyjum í byrjun vikunnar. Bæjarstjóri hefur haldið bæjarráði upplýstu frá því að málið kom upp. Nú er ljóst að bilun varð á Vestmannaeyjastreng 3 […]

Flýta lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng

Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og nú hefur verið ákveðið á flýta framkvæmdinni og umsókn um leyfi send til Orkustofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Áætlað er að sæstrengurinn verði lagður sumarið 2025 í stað 2027 og mun hann verða 66 kV og sambærilegur við Vestamanneyjalínu […]

Fróðleikur um Vestmannaeyjastreng

Landsnet birti rétt í þessu áhugavert myndband um rafmagnsstrengin til Vestmannaeyja og þær áskoranir sem eru fyrir hendi þegar kemur að viðgerð á strengnum. Ljóst er að ekki er um einfalt mál er að ræða þar sem strengurinn gæti verið á of litlu dýpi sem yrði til þess að fækja viðgerðina. Sjón er sögu ríkari. […]

Bilun í streng neðansjávar – Mikil óvissa

Bilanagreining á Vestmannaeyjastreng 3 hefur leitt í ljós að bilunin er ekki á landi eins og fyrstu greiningar bentu til heldur í sjó, um 1 km frá Landeyjasandi.  Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti rétt í þessu. Á meðan á viðgerðatíma stendur mun […]

Bilun í Vestmannaeyjalínu 3

Vestmannaeyjar fá nú rafmagn í gegnum varaafl en upp hefur komið bilun í Vestmannaeyjalínu 3, sæstrengnum sem liggur úr Rimakoti út í Eyjar. “Erum að skoða bilunina og meta næstu skref en fyrsta skoðun bendir til þess að bilunin sé á landi,” Eftir því sem fram kemur í orðsendingu frá upplýsingafulltrúa hjá Landsnet rétt í […]

Færanlegar varaaflsstöðvar orðnar þrjár

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í síðustu viku frá nýjustu stöðu varaaflsmála í Vestmannaeyjum, þ.á.m. fjölda færanlegra varaaflsstöðva sem Landsnet var búið að lofa að senda til Vestmannaeyja. Tvær stöðvar eru komnar til viðbótar við þá einu sem send var fyrr á árinu. Samanlögð framleiðslugeta umræddra varaaflsstöðva er um 3,6 MW af raforku. […]

Staðan í Vestmannaeyjum ekkert verri en annars staðar

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, hafnar því í samtali við fréttablaðið að Landsnet uppfylli ekki kröfur sem gerðar séu til rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja, skerðingar undanfarinna ára séu vegna truflana á kerfinu uppi á landi en ekki vegna bilana í sæstrengjunum til Eyja. Líkt og fram hefur komið fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um rafmagnsleysið sem varð í […]

Vilja færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Fram kom að bæjarstjóri fundaði með ráðherra orkumála þann 6. janúar sl. Á fundinum fór bæjarstjóri yfir stöðuna á rafmagnsþörf, forgangsorku, varaafli, flutningskerfi, gjaldtöku og þörf með tillit til orkuskipta. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir því við 1. þingmann […]

Sæstrengurinn kominn á tíma

Lögð var fyrir bæjarráð í gær til upplýsingar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2020-2029. Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa umsögn sem byggð er á umræðum bæjarráðs um málið á þá leið að Landsnet flýti áformum sínum þannig að Vestmannaeyjar komist í N-1 afhendingu á raforku. Það verði gert […]