Spennusetja strenginn næstu helgi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag var haldið erindi um rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorku, varaafl og rafmagnsþörf. Eins og fram kemur í fundargerð þá greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, frá stöðu viðgerða á rafmagnsstrengnum sem bilaði í janúarmánuði síðastliðnum. Skv. Landsneti eru erfiðar aðstæður á hafsbotni sem hafa gert það að verkum að viðgerðin hefur dregist. […]

Hreinsa sand ofan af strengnum

Unnið hefur verið að því að hreinsa sand ofan af bilaða strengnum í dag. Verkið er seinlegt þar sem kafarar Landsnets eru að vinna á miklu dýpi og við mjög erfiðar aðstæður. Vonast er eftir því að geta tekið strenginn upp í Henry P Lading um helgina en viðgerðarmennirnir eru eins og áður mjög háðir […]

Aðstæður erfiðar við strenginn

Straumar og öldur hafa verið að gera viðgerðarmönnum Landsnets lífið leitt á viðgerðarstað Vestmannaeyjalínu 3. Aðstæður á hafsbotninum hafa verið erfiðar og þeir ekki enn náð að hreinsa ofan af gamla strengnum. Hreinsa þarf um 150 metra til að strengurinn skemmist ekki þegar honum er lyft upp úr sjónum. Pramminn, Henry P Lading, fór út […]

Tími til kominn að tengja

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Viðgerðaskipið Henry P Lading liggur nú í höfn í Vestmannaeyjum þar sem undirbúningur stendur yfir á næsta fasa í viðgerðinni. Framundan er að taka upp bilaða strenginn, klippa á hann og tengja við nýja strengbútinn. En búið er að ganga frá nýja strenghlutanum í landi. Til að allt gangi að óskum þarf góðan veðurglugga og […]

Veður tefur viðgerðarpramma

Veðrið hefur haft áhrif á ferð viðgerðaskipsins Henry P Landing sem er á leið til Íslands til viðgerðar á Vestmannaeyjastreng 3. Skipið liggur nú í vari við Færeyjar og bíður þar af sér óveður sem von er á suður af Íslandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að veður leyfi brottför frá Færeyjum eftir hádegi […]

Strengurinn kominn um borð í prammann

Viðgerðarstrengnum hefur verið komið fyrir um borð í prammann, Henry P Lading, sem verður notaður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3. Lagt verður af stað frá Rotterdam í Hollandi til Íslands í kvöld og reiknað með að strengurinn verði kominn til Vestmannaeyja fimmtudaginn 29. júní. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Hér má sjá myndband frá […]

Viðgerðarstrengur á leiðinni

Pramminn, Henry P Lading, sem notaður verður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3, er lagður af stað til Íslands. Hann mun koma við í Hollandi þar sem viðgerðarstrengurinn verður lagður um borð. Reiknað er með því að viðgerð ljúki í kringum 13. júlí. Þetta segir á Facebook síðu Landsnets, þar sem fram kemur að viðgerðin á […]

Eitt stærsta viðgerðarverkefni í sögu Landsnets

Eitt stærsta viðgerðarverkefni í sögu Landsnets, viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3, mun hefjast um næstu mánaðamót. Undirbúningur fyrir viðgerðina hefur gengið vel. Búið er að kaupa 3 km langan streng og tengibúnað og samið hefur verið við danskan verktaka, JD Contractor A/S,​ sem þekkir vel til aðstæðna á Íslandi. Fyrirtækið kom m.a. að viðgerð á Vestmannaeyjastreng 2 árið […]

Ljúka viðgerðunum um mitt sumar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í gær frá fundi fulltrúa Vestmannaeyjabæjar með fulltrúum Landsnets þann 28. apríl sl., um stöðu undirbúnings að viðgerð á rafmagnsstreng til Vestmannaeyja sem bilaði í janúar sl. Undirbúningurinn er vel á veg kominn og áform um að ljúka viðgerðunum um mitt sumar ættu samkvæmt Landsneti að ganga eftir. […]

Brenndu olíu fyrir 25 milljónir fyrstu þrjár vikurnar

Nú loðnuvertíð er að ljúka er ljóst að eitthvað mun draga úr raforkuþörf í Vestmannaeyjum með hækkandi sól. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Landsnet sagði í samtali við Eyjafréttir að strengirnir sem virkir eru séu að flytja um 12,5 MW. „Síðustu vikur höfum við ekki þurft að keyra neytt varaafl í Eyjum. HS Veitur hafa hins […]