Viðgerðaskipið Henry P Lading liggur nú í höfn í Vestmannaeyjum þar sem undirbúningur stendur yfir á næsta fasa í viðgerðinni. Framundan er að taka upp bilaða strenginn, klippa á hann og tengja við nýja strengbútinn. En búið er að ganga frá nýja strenghlutanum í landi. Til að allt gangi að óskum þarf góðan veðurglugga og að aldan verði hagstæð næstu daga. Eftir því sem fram kemur á facebook síðu Landsnets.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst