Veðrið hefur haft áhrif á ferð viðgerðaskipsins Henry P Landing sem er á leið til Íslands til viðgerðar á Vestmannaeyjastreng 3. Skipið liggur nú í vari við Færeyjar og bíður þar af sér óveður sem von er á suður af Íslandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að veður leyfi brottför frá Færeyjum eftir hádegi á fimmtudag og að skipið verði komið til Eyja sunnudaginn 2. júlí.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst