Vantar 50 leikskólapláss á næstu árum

Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin. Þar kom meðal annars fram að Kirkjugerð og Sóli taka til samans um 200 börn. Miðað við stærð árganga í dag og áætlun um 60 barna árganga […]

Ný deild á Sóla tilbúin um mánaðarmótin

Staða inntökumála í leikskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Gert er ráð fyrir að börn fædd 2021, sem óskuðu eingöngu eftir leikskólavist á Sóla, verði komin í leikskóla um mánaðamótin febrúar-mars þegar ný deild á Sóla verður tilbúin. Nokkur börn í árgangi 2022 hafa hafið skólagöngu í Kirkjugerði. Sóli hefur svigrúm til […]

Í þágu 12-18 mánaða barna verður skóladagur þeirra styttur til kl. 15:00 frá næsta hausti

Fyrir fræðsluráði lá tillaga frá faghópi um gæðastarf og viðmið í leikskólum þess efnis að skóladagur yngsta aldurshóps í leikskólum sveitarfélagsins, þ.e. 12-18 mánaða, verði styttur þannig að börnin verði allajafna ekki lengur en til kl. 15:00 dag hvern í leikskólanum. Það er mat faghópsins að langur skóladagur þessa yngsta hóps er þeim íþyngjandi og […]

Aukinn fjöldi leikskólabarna áskorun

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi Fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað er varðar inntökumál leikskóla. Eins og staðan er í dag er reiknað með að öll börn fædd 2021 verði komin með leikskólavist upp úr áramótum, þ.e. þegar ný deild á Sóla er tilbúin. Verið er að skoða hvort hægt verði […]

Sumarlokun leikskóla og lengd opnun á gæsluvelli

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Lagt var til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði 14. júlí 2023 til og með 14. ágúst 2023. Leikskólar opna aftur eftir sumarlokun kl 10:00 þann 15. ágúst 2023. Ráðið samþykkti umrædda tillögu og leggur áherslu á að leikskólarnir tilkynni foreldrum/forráðamönnum […]

Auka stöðuhlutall sérkennslu í leikskólum

Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað sem skýrir frekar tillögu starfshóps um gæðastarf og viðmið í leikskólum. Lagt er til að sérkennslustjórar starfi við leikskólana í 80% stöðuhlutfalli í stað sérkennara í 50% stöðuhlutfalli. Aukinn kostnaður við þessa breytingu, skv. því sem fram […]

Gæðastarf og viðmið í leikskólum

Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku en um er að ræða framhald af 2. máli 364. fundar fræðsluráðs þann 5. október 2022 er varðar gæðastarf og viðmið í leikskólum. Framkvæmdastjóri sviðs kynnti kostnaðarmat við þær aðgerðir sem faghópur lagði til. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir yfirferðina […]

Einungis fjögur börn á biðlista

Í Reykjavík mótmæla foreldrar úrræðaleysi borgaryfirvalda í leikskólamálum, en komið hefur fram að um 800 börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi. í Vestmannaeyjum er aðra sögu að segja, enda þó fólksfjölgun hér hafi verið svipuð og í Reykjavík. Í fyrirspurn til Vestmannaeyjabæjar kemur fram að einungis fjögur börn séu nú á biðlista eftir leikskólaplássi, en […]

Heimgreiðslur frá fyrsta september

Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 til 16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn […]

Áframhaldandi samstarf og afmælisfjör

Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára. Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst […]