Guðni Th. heimsótti Eyjar

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]

Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]

Skólar og leikskólar loka

Boðað hefur verið boðað til kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ á morgun þriðjudag. Fjöldi hagsmunasamtaka kvenna og kynsegin fólks standa að verkfallinu. Fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ að bærinn styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegins fólks og vill stuðla að því í hvívetna að jafnræðis allra kynja sé gætt og að engin mismunun á […]

Sumarlokun leikskóla lengist

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Þar kom fram að skólaskrifstofa leggur til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 verði 10. júlí-14. ágúst og að opnað verði klukkan 10 þann 15. ágúst. Þetta er þá aukning um tvo lokunardaga frá síðasta sumri sem telst nauðsynlegt vegna fjölda […]

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í breytingunum er jafnframt aukin […]

Þörf á fjölgun leikskólarýma

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými. Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. […]

Fella niður leikskólagjöld vegna verkfalls

Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í vikunni minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um ósk nokkurra foreldra barna á leikskólanum Kirkjugerði um að fella niður leikskólagjöld og fæðiskostnað þann tíma sem börnin eru heima vegna verkfalls félagsmanna í Stavey. Verkföllin hófust mánudaginn 22. maí sl. og hafa áhrif á leikskólavistun barna, þó mismikið. Bæjarráð samþykkir […]

Rekstrarkostnaður leikskólaplássa aukist verulega milli ára

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyja var farið yfir umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála. Framkæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið fór yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið óskar eftir því að það verði útfært […]

Hlutverk deildarstjóra í leikskólum

Eyja Bryngeirsdóttir, leikskólastjóri Kirkjugerðis, var með frábært erindi fyrir allt starfsfólk leikskólanna miðvikudaginn 12. apríl sl. og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Erindið var byggt á meistararitgerð hennar Deildarstjórar í leikskólum: ákvarðanataka, vald og samskipti við aðra stjórnendur. Við gerð ritgerðarinnar skoðaði Eyja störf deildarstjóra og þá sérstaklega hvernig þeir leysa erfið starfsmannamál, hvernig þeir […]

Þörf á töluverðu viðhaldi á Kirkjugerði

Bæjarráð fundaði í vikunni þar sem einungis eitt mál var á dagskrá. Á fundinn voru jafnframt boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í fræðsluráði, framkvæmdastjórar sviðanna þriggja, leikskólastjóri Kirkjugerðs og fræðslufulltrúi. Bæjarráð ræddi húsnæði Leikskólans Kirkjugerðis. Ljóst er að skólinn þarfnast töluverðs viðhalds. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að taka húsnæðið út og hefur hann skilað drögum […]