Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Niðurstöður úthlutunarnefndar hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna […]