Ljósleiðari í dreifbýli boðinn út

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær lágu fyrir útboðsgögn vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli í Vestmannaeyjum, en verkefnið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði. Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak í þá veru og féllu alls 3.700 heimili undir verkefnið í upphafi. Gert er ráð fyrir að […]

Vestmannaeyjabær fær 18 milljónir til ljósleiðaravæðingar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. […]

5G væðing í Vestmannaeyjum?

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar um möguleika á því að leggja ljósleiðara að öllum heimilum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Í minnisblaðinu er raktir kostir ljósleiðaravæðingar, tæknileg útfærsla, kostnaður, fjármögnun, opinber aðstoð, þ.e. ríkisaðstoð), framkvæmd, rekstur og tímalína. Jafnframt […]

Aðeins tuttugu heimili í Eyjum fá ljósleiðara í ár

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Síma- og internetfyrirtæki á Íslandi keppast þessa dagana við að selja landsmönnum nettengingu um ljósleiðara enda fjölgar tækjunum með hverjum deginum sem háð eru góðri nettengingu. Í Vestmannaeyjum er hins vegar fátt um fína drætti í þessum málum, sér í lagi þegar kemur að heimilunum. Ljósnetið er það sem næst kemst því að komast á […]