Eygló opnar fyrir ljósleiðara í Áshamri og Bessahrauni

Í gær sendi Eygló fjarskiptafyrirtækjunum lista yfir þau hús í Áshamri og Bessahrauni sem eru nú tengd ljósleiðaraneti Eygló, þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Íbúar eftirtalinna húsa í Áshamri og Bessahrauni geta nú haft samband við sína þjónustuaðila og kannað hvort að þeir séu ekki tilbúnir með ljósleiðaratengingu fyrir þá. Áshamar 17, 19, […]
Eygló ehf opnar fyrir sölu inn á ljósleiðaranet sitt

Eygló ehf, hefur sent þeim fjarskiptafélögum á heildsölumarkaði sem óskað hafa eftir því að fá að selja inn á kerfi félagsins, fyrsta listann yfir þau heimili í Vestmannaeyjum sem eru klár í að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar. Það eru Dverghamar 15 – 41 sem koma fyrst inn á kerfið. Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfan sem […]
Tenging við ljósleiðara án endurgjalds

Lagðar voru fyrir bæjarráð í liðinni viku tvær fundargerði stjórnar Eyglóar ehf., sem annast ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Annars vegar fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 3. mars sl. og hins vegar fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 6. apríl sl. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu um málið ánægju með þá ákvörðun að tenging við ljósleiðara verði íbúum Vestmannaeyja […]
Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu í vikunni. Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir notkun ljósleiðara í dreifbýli sem bæjarráð þarf að samþykkja. Jafnframt ræddi bæjarráð stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og þau hagnýtu atriði sem þurfa að liggja fyrir við stofnsetningu slíks félags, þ.e. að skipa stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, ákveða heiti þess, […]
Ljósleiðari Mílu í Vestmannaeyjum

Míla vinnur að því að uppfæra fjarskiptakerfi sín með lagningu ljósleiðara til heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og hafa nú þegar 359 heimili og fyrirtæki í bænum kost á því að nýta ljósleiðara Mílu. Í þessari viku var lokið við að tengja heimili við Áshamar, Foldahraun, Kleifahraun og Sóleyjargötu á ljósleiðara Mílu og geta íbúar […]
Ljósleiðaravæðing heldur áfram

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn voru rædd ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum. Fram kom að á fundi bæjarráðs hefðu framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar gert grein fyrir undirbúningi ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tillaga um undirbúning einkahlutafélags um ljósleiðaravæðinguna var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra flokka í bæjarstjórn. Í samantekt starfsmanna var að finna frumkostnaðaráætlun, upplýsingar […]
Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar Vestmannaeyjabæjar komu á fund bæjarráðs í gær og gerði grein fyrir stöðu undirbúnings ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tæknilegur undirbúningur er langt kominn og verið er að vinna að undirbúningi á stofnsetningu einkahlutafélags um starfsemina og framkvæmdina. Minnisblað um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli verður lagt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi. […]
Geisli lægstur í blástur og tengingar á ljósleiðara

Ljósleiðara tengingar í dreifbýli voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Það kemur fram að þann 15.mars sl. voru opnuð tilboð í blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli. Eftirfarandi tilboð bárust: Ljósvirki ehf. kr. 7.872.148 Rafey ehf. kr. 8.905.937 Geisli-Faxi ehf. kr. 1.870.468 Rafal ehf. kr. 4.926.507 Trs ehf. kr. 6.469.700 Prónet ehf. […]
Stefnt á að lagningu ljósleiðara ljúki í lok árs 2024

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag, 25. febrúar, fór bæjarstjóri yfir minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmanni tölvudeildar um stöðu undirbúnings ljósleiðaraverkefnis í þéttbýli Vestmannaeyja. „Verkfræðistofan Efla hefur annast hönnun og sérfræðiráðgjöf. Hafin er gagnasöfnin sem nýtast mun verkefninu. Þéttbýlishluti verkefnisins er ekki styrkhæfur og verður því fjármagnaður af hálfu sveitarfélagsins. Fjarskiptafyrirtæki hafa lýst […]
Þjótandi ehf með lægsta tilboð í ljósleiðara

Mánudaginn 30. nóvember voru opnuð tilboð í verkið “Ljósleiðarakerfi í dreifbýli Vestmannaeyjabæjar – Jarðvinna” á verkfræðistofunni EFLU í Reykjavík. Verkið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði. Eftirfarandi tilboð bárust: Tilboðsuppl. m/vsk S.H. Leiðarinn ehf 37.568.280 Heflun ehf 31.529.232 Þjótandi ehf 31.084.320 Steingarður ehf 44.266.760 Kostnaðaráætlun […]