Ný loðnumæling gæti haft áhrif á ráðlagt heildaraflamark

Dagana 19. janúar til 2. febrúar fóru fram árlegar vetrarmælingar loðnu með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnunnar austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum (Mynd 1). Miklu munaði á mælingunum tveimur, hrygningarstofn loðnunar mældist 403 þús. tonn (CV=0.19) í […]

Nú verða fluttar loðnufréttir

Nýlega var settur í loftið vefurinn lodnufrettir.is, þar má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um gang loðnuveiða. Að sögn þeirra sem að verkefninu standa var loðnufréttir sett í loftið til að fylgjast með ævintýralegum aflabrögðum sem eiga sér stað í íslenskri landhelgi þegar loðnan lætur á sér kræla. Eins og flestir hafa heyrt þá stefnir í […]

Loðnumælingar á næstu vikum

Í dag 18. janúar halda bæði skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, til loðnumælinga. Markmiðið er að ná mælingu á stærð hrygningarstofnsins á næstu tveimur vikum. Fyrir liggur mæling á stærð stofnsins frá því í haust við Grænland sem leiddi til ráðgjafar upp á rúm 904 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að […]

Kap með fyrsta loðnufarm ársins til VSV

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land. Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. „Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum […]

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) gefur út 400 þúsun tonna upphafsráðgjöf í loðnu

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur nú birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum. Þessi ráðgjöf byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. […]

Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]

Betra ef hér væru fleiri skip

Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]

Heimild til veiða á 662.000 tonnum af loðnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Alls heimilar reglugerðin veiðar íslenskra skipa á allt að 662.064 tonnum sem gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Nýverið […]