Loðnumælingar hefjast 4. janúar

Áætlað er að halda til loðnumælinga 4. janúar eða eins snemma og veður leyfir. Mælingarnar verða framkvæmdar á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni ásamt loðnuveiðiskipunum Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteini Jónssyni SU og grænlenska skipinu Polar Amaroq. Um borð í öllum skipunum verða þrír starfsmenn Hafrannsóknastofnunar við að vakta bergmálstæki og vinna úr sýnum. Áætlað […]
Aukaframlag til loðnuleitar

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og […]
Loðnukvótinn fer til erlendra skipa

Hafrannsóknastofnun gaf í fyrrakvöld út loðnuráðgjöf upp á tæplega 22 þúsund tonn. Samkvæmt samningum eiga Norðmenn og Færeyingar rétt á aflaheimildum úr heimildum Íslands, sem eru talsvert umfram þessa ráðgjöf, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðssonar, sérfræðings í atvinnuvegaráðuneytinu sem mbl.is greinir frá í morgunn. Samkvæmt þríhliða samningum eiga Grænlendingar 15% af loðnukvótanum við Ísland og Norðmenn […]
Loðnumæling leiðir til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn

Niðurstöður loðnumælinga dagana 6. – 11. desember 2020 liggja nú fyrir. Mælingarnar voru gerðar á uppsjávarveiðiskipunum Kap VE, Jónu Eðvaldsdóttur SF, Ásgrími Halldórssyni SF og grænlenska skipinu Iivid. Mælingarnar fóru fram við ágætis skilyrði en hafís í Grænlandssundi takmarkaði yfirferð norðvestan við land. Vestan til var aðallega ungloðnu að sjá en á austari hluta yfirferðasvæðisins […]
Loðna víða en óvíst um magnið

Loðnuleit fjögurra skipa, sem hófst um helgina, er um það bil að ljúka. Hafrannsóknastofnun segir þó lítið hægt að segja á þessu stigi um niðurstöður leitarinnar. Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir að það sé ekki fyrr en mannskapurinn og tölur séu komnar í hús og farið verði að vinna úr […]
Loðnuleit rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heimilaði nýverið grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq að stunda rannsóknir á loðnu innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrir vestan og norðan Ísland á tímabilinu 20. til 28. nóvember síðastliðinn. Hafrannsóknastofnun hefur fengið öll gögn […]
Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]
SFS styrkja Hafrannsóknastofnun um 65 milljónir króna til loðnurannsókna í desember

Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertíð var í fyrra eða í ár. Í ljósi þess að fiskveiðar eru helsta stoð íslensks efnahagslífs, þá er þessi staða einstaklega óheppileg. Óyggjandi vísbendingar úr mælingum á umliðnum mánuðum eru á þá leið að veiðistofninn sé sterkur. […]
Jákvæðar fréttir af loðnu

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar ársins 2022 fyrir loðnu í Grænlandshafi og íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir upphafskvóta upp á 400.000 tonn. Sindri Viðarsson sviðstjóri uppsjávarsvið hjá Vinnslustöðinni segir að þessa ráðgjöf þurfi væntanlega að staðfesta næsta haust en útlitið sé allavegana mun betra en síðustu ár sem sé gleðilegt. Þetta […]
Hafa fundið loðnu í verulegu magni

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt til loðnuleitar sl. föstudag, en það eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem standa fyrir leitinni. Mun leitarleiðangurinn taka tæplega viku. Sildarvinnslan fjallar um málið á heimasíðu sinni og ræddi við Geir Zoëga skipstjóra skömmu fyrir hádegi en þá var verið að taka sýni norðaustur af Kolbeinsey. „Þessi leiðangur er farinn […]