Aðstoðuðu skútu til hafnar
Laust fyrir klukkan níu í kvöld kallaði áhöfn skútunnar Venatura eftir aðstoð Lóðsins í Vestmannaeyjum. Venatura er skráður skemmtibátur samkvæmt vefnum Marine Traffic og siglir undir fána Bretlands. Skútan var stödd skammt norður af Heimaey þegar aðstoðarbeiðnin barst. Lóðsinn kom svo með skútuna í togi til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld, og tók Óskar […]
Lóðsinn aðstoðaði Drangavík til hafnar
Bilun kom upp um borð í togaranum Drangavík VE þegar skipið var á veiðum austur í Breiðamerkurdýpi í morgunn. „Þetta er bilun í skiptiskrúfunni sem veldur því að það er ekki hægt að minnka skrúfuskurðinn. Skipið keyrði fyrir eigin afli til Eyja en það þótti ráðlegt að kúpla frá við Bjarnarey og láta lóðsinn draga […]
Magnaðar myndir frá síðustu stundum Blátinds
Óskar Pétur fylgdist vel með síðustu stundum Blátinds á floti og tók þessar myndir. Sjá einnig: Blátindur losnaði og flaut inn í höfn Blátindur er sokkinn (meira…)
Blátindur losnaði og flaut inn í höfn
Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva. Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var […]