Kveikti eld í fangaklefanum í Vestmannaeyjum

Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn 28 ára karlmanni í Vestmannaeyjum fyrir líflátshótanir og eignaspjöll á Heimaey í mars síðastliðnum. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að hann hafi hótað sjö lögreglumönnum, fimm karlmönnum og tveimur konum, og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi hann stungið göt […]

Fíkniefni og fljúgandi trampólín

Að morgni síðastliðins sunnudags stöðvaði lögreglan akstur karlmanns um þrítugt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Við leit á honum og í bifreið hans fundust ætluð fíkniefni og í framhaldi af því var farið til húsleitar í húsi þar sem hann hafði dvalið og haldlagði lögregla, eftir leit, um 50 gr. af hvítu efni […]

Vinnuslys við vöruafgreiðslu

Vinnuslys varð við vöruafgreiðslu Eimskipa í Vestmannaeyjum um miðjan dag í gær. Starfsmaður varð fyrir lyftara við vöruafgreiðslu og fluttur á sjúkrahús í kjölfarið þetta staðfestir Tryggvi Ólafsson hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir. Ekki er vitað um líðan starfsmannsins. (meira…)

Aragrúi óskilamuna hjá Lögreglunni

Það er í nógu að snúast hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Í þetta skiptið er það svo sem ekki slæmar fréttir því verkefnið er ekki endilega hefðbundið. Þannig er mál með vexti að geymslur lögreglustöðvarinnar eru fullar af óskilamunum úr Herjólfsdal. En svo virðist sem margur hver hafi farið léttari heim en í Dalinn. […]

Sex vakna í fangaklefa í dag

Sex þjóðhátíðargest­ir munu vakna í fanga­klefa í Vest­manna­eyj­um í dag, en þeir voru færðir þangað ým­ist vegna lík­ams­árása, fíkni­efna­mála eða ölv­un­ar. Alls hafa 12 fíkni­efna­mál komið upp í Heima­ey frá því að fólk af fasta land­inu tók að flykkj­ast þangað á fimmtu­dag, þar af eitt mál þar sem talið er að efni hafi verið ætluð […]

Tilraun til innbrots, fíkniefni og umferðaróhapp

Helstu verkefni lögreglunnar í Vestmannaeyjum vikuna 14. til 20. janúar 2019. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann var handtekinn við að reyna að komast inn í íbúð sem hann átti ekkert erindi í. Honum var sleppt lausum eftir að víman var runnin af honum. Tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku. […]

Hótaði lög­reglu kyn­ferðis­legu of­beldi

Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að bíta lög­reglu­mann og að hóta að beita lög­reglu­konu kyn­ferðis­legu of­beldi. Maður­inn var hand­tek­inn í Vest­manna­eyj­um í fe­brú­ar. Beit hann lög­reglu­mann meðan á hand­tök­unni stóð og fékk lög­reglumaður­inn bit­f­ar á hand­ar­bak. Við komu á lög­reglu­stöðina í Vest­manna­eyj­um hótaði maður­inn lög­reglu­mann­in­um sem hann hafði bitið sem […]

Rúðubrot, akstur undir áhrifum og hraðakstur

Helstu verkefni lögreglunnar í Vestmannaeyjum vikuna 10. til 17. september 2018. Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við Hafnargötu að kvöldi 12. september sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru […]

Stútur, eignaspjöll og keyrt á Krónuna

Helstu verkefni vikuna lögreglunnar í Vestmannaeyjum 3. til 10. september 2018. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í vikunni og þá var annar ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá liggja fyrir tvær aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án […]

Förum varlega í umferðinni – sérstaklega í kringum skólana

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið og var í báðum tilvikum um svokölluð neyslumál að ræða en lögreglan fór í þrjár húsleitir í liðinni viku vegna rannsóknar fíkniefnamála. Einn fékk að gista fangageymslur í vikunni sem leið en hann hafði verið í annarlegu ástandi og fékk því gistingu þar til rann af honum […]