Maður fannst látinn í Vestmannaeyjahöfn

Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfesti rétt í þessu að maður hafi fundist látinn í Vestmannaeyjahöfn í dag klukkan 13:40. Um hádegisbil barst lögreglunni tilkynning um einstakling sem var saknað og óttast var um. Leit hófst strax og aðstoðaði Björgunarfélag Vestmannaeyja við leitina. Ekki er grunur um að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki er […]
Hraðakstursbrotum fækkaði um 43% á Suðurlandi

Í liðinni viku voru 20 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt um vegi á Suðurlandi og af þeim voru 13 á ferðinni á svæðinu við Vík og Kirkjubæjarklaustur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi en 2.228 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt um umdæmið á liðnu ári en 3.924 árið […]
Grunaðir um innbrot, skemmdarverk, nytjastuld á bifreið og akstur án réttinda

Nokkur innbrot og skemmdarverk eru nú í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Brotist var inn á veitingastaðinn 900 grillhús og í Stórhöfða á báðum stöðum voru unnar smávægilegar skemmdir í innbrotunum og einhverjum hlutum stolið. Tveir aðilar voru handteknir grunaðir um innbrot á á báðum stöðum. Þá eru þeir einnig grunaðir um nytjastuld á bifreið […]
Grímur Hergeirsson verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum. Þeir munu, samkvæmt heimildum Fréttastofu RÚV, fara til fundar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innanríkis- og dómsmálaráðherra á morgun og fá þar afhent skipunarbréf sín. Sjö umsækjendur voru um embættið í Vestmannaeyjum, auk Gríms voru það […]
Lögreglan fylgist með grímunotkun og fjarlægðarmörkum

Í gær tók gildi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Lögreglu menn í Vestmannaeyjum heimsóttu verslanir og veitingahús og minntu fólk á grímuskildu og fjarlægðarmörk. Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að lögreglan muni sinna eftirliti með grímunotkun í verslunum á meðan reglugerðin er í gildi. “Grímuskyldan á […]
Ekki sektað á Suðurlandi fyrir nagladekk næsta mánuðinn

Lögreglan á Suðurlandi mun ekki sekta þá ökumenn sem hafa ákveðið að setja nagladekk á bíla sína, þrátt fyrir að ekki sé enn kominn 1. nóvember. Morgunfærð síðustu daga hefur kallað á meiri viðbúnað ökumanna þegar hálka og jafnvel snjór hefur verið á vegum í umdæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu lögreglunnar […]
Þrír handteknir með kannabis

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum handtóku þrjá eftir að kannabisefni fundust í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsvert magn af kannabis að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um hversu mikið það væri. Efnið fannst að sögn við hefðbundið eftirlit. Þremenningunum sem voru handteknir í gærkvöld hefur öllum verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins verður […]
Sjö en ekki sex

Greint var frá því á vef Stjórnarráðs Íslands í gær og Eyjafréttir fjölluðu um í kjölfarið að sex umsækjendur hefðu verið um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Fréttin hefur nú verið uppfærð á vef stjórnarráðsins með starfsheitum umsækjenda og einum umsækjanda verið bætt við. Sá er Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi þar sem hann vantaði í upphaflegu […]
Sex sóttu um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum

Umsóknarfrestur um tvö embætti lögreglustjóra rann út 14. september. Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru fimm talsins, en sex sóttu um embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir sóttu um: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: […]
Alvarleg líkamsárás í nótt

Síðast liðna nótt var framin alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum en ráðist var á mann á fertugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Ráðist var á manninn með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka í árásinni. Sá er ráðist var á kannaðist ekki við árásarmanninn og sagði hann hafa verið með andlitið […]