Embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum laust til umsóknar

Embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum var auglýst laust til umsóknar á vef stjórnarráðsins í gær. Þar kemur fram að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. […]

Einn gisti fangageymslu

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Töluverð ölvun var í bænum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla þurfti að hafa afskipti af. Einn gisti fangageymslu sl. nótt vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Tveir aðilar voru handteknir og var annar hinna handteknu færður í fangageymslu vegna gruns um sölu fíkniefna. […]

Róleg nótt hjá lögreglunni

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og engin alvarleg mál komu upp. Kveikt var í brennu á Fjósakletti kl. 23:00 í gærkveldi. Töluverður fjöldi áhorfanda var að fylgjast með þegar kveikt var í brennunni. Búið var að loka fyrir aðkomu að Herjólfsdal og var gæsla á vegum brennuleyfishafa og lögreglu. Fólk safnaðist saman […]

Ólafur Helgi Kjartans­son til Eyja?

Ólafur Helgi Kjartans­son hefur skamman frest til að á­kveða hvort hann fellst á þá á­kvörðun dóms­mála­ráð­herra að flytjast til Vest­manna­eyja og taka við em­bætti lög­reglu­stjóra þar. Þetta kemur fram í frétt á vef fréttablaðsins. Ráð­herra hefur þegar beðið Ólaf Helga að setjast í helgan stein, án árangurs, en nú hefur hún á­kveðið að færa hann […]

Viðbraðsaðilar funduðu vegna verslunarmannahelgar

Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgar. Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður […]

Skemmdarverk unnin á golfvellinum

Leiðinleg sjón blasti við starfsmönnum á Golfvellinum í Vestmannaeyjum þegar þeir mættu til vinnu í morgunn. Unnin höfðu verið skemmdarverk á flöt 14. Holu vallarins. „Þetta eru djúp og ljót sár og á eftir að taka langan tíma að laga þetta,“ sagði Rúnar Gauti Gunnarsson vallarstarfsmaður í samtali við Eyjafréttir. Talið er að skemmdarverkið hafi […]

Arndís Bára sett sem lögreglustjóri tímabundið

Arndís Bára Ingimarsdóttir hefur verið sett til að gegna embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum tímabundið. Arndís Bára lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hefur starfað á ákærusviði embættisins frá ársbyrjun 2016. (meira…)

Páley tekin við fyrir norðan

Nýr lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir tók til starfa við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í morgun. Eyþór Þorbergsson sem gengt hefur lögreglustjóraembættinu undanfarnar vikur afhendi Páleyju aðgangskortið hennar og bauð hana velkomna til starfa. (meira…)

Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda. Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi […]

Stúlka fótbrotnaði þegar ekið var á hana

Orkumótið var haldið í Vestmannaeyjum um helgina og mikill fjöldi fólks var samankomin í Eyjum bæði börn og fullorðnir. Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum var umferðin var þung á köflum og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af umferðinni í því skyni að tryggja öryggi fólks. Slys varð á laugardag þar sem ung […]