Fleiri ungir ökumenn látast af völdum textasamskipta í akstri en ölvunarakstri

112-dagurinn verður haldinn í dag,11. febrúar, eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og […]
Önnur álíka fallbyssukúla verið til skrauts á heimili í Eyjum

Í nýjasta blaði Eyjafrétta sögðum við frá byssukúlu/sprengju sem fannst í Sagnheimum og enginn veit hvernig komst þangað. Nú hefur komið í ljós að sú kúla er önnur þeirra fallbyssukúla sem fundust í Þrídröngum árið 1938. Hin hefur verið í vörslu hjónanna Þorsteinn Sigurðsson og Lilja Kristinsdóttir í Eyjum á Blátindi. Þangað til nú. Sigurður […]
Gamli lögreglubíllinn settur á safn

Síðastliðin 19 ár hefur lögreglan í Vestmannaeyjum keyrt um á Ford Econoline. Sá bíll er 24 ára gamall og er ekinn 150.000 km. Hann hefur nú lokið sínum ferli sem lögreglubíll og hefur verið afhentur Lögregluminjasafninu til varðveislu. Enn eru tveir eða þrír sambærilegir bílar eftir í notkun hjá lögreglunni í landinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri […]
Ruslatunnubruni upplýstur

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út í gær vegna bruna í ruslatunnu við Kviku menningarhús. Tryggvi Kr. Ólafsson sagði í samtali við Eyjafréttir að málið væri upplýst þar hefðu verið á ferðinni ungir drengir á aldrinum 13-15 ára. Höfðu þeir hent flugeldi í tunnuna þannig að það kviknaði í henni. Eina tjónið var á tunnunni sem […]
Foreldrar hvattir til að gæta að yngstu vegfarendunum

Lögregla bendir Vestmannaeyingum á að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhring. Um miðjan dag á að ganga í vestan hvassviðri eða storm. Búast má við að stöðugur vindur geti farið í allt að 26 m/s en mun hvassara í hviðum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestmannaeyjar. Íbúar eru hvattir til að huga að […]
Jól og áramót fóru vel fram í Eyjum

Eyjamenn tóku á móti nýju ári með hressilegri skothríð eins og hefð er fyrir. Engin útköll bárust til lögreglu vegna flugendaslysa eða bruna. Áramótin fóru fram með ágætum og engin teljanleg mál sem komu upp á þeim bænum. Slökkviliðið fékk frí Sama var að segja hjá slökkviliðinu en ekkert útkall barst um áramótin. „Nei við sluppum […]
Fárviðri í Vestmannaeyjum í gær og síðastliðna nótt

Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og kl. 19:00 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, […]
Eiðið lokað

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér erftirfarandi tilkynningu: Nú hefur veður versnað talsvert í Vestmannaeyjum og er Björgunarfélag Vestmannaeyja að sinna útköllum víðsvegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin ákvörðun hjá Björgunarfélaginu að ekki sé stætt að sinna útköllum þar og því hefur lögregla lokað fyrir […]
Flutningabíll rann í veg fyrir fólksbíl

Umferðaróhapp varð á Strandvegi nú á tólfta tímanum þegar bílstjóri flutningabíls missti stjórn á bifreiðinni. Bíllinn rann yfir á rangan vegahelming og framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Flutningabíllinn stöðvaðist á gamla Magnahúsinu sem nú hýsir meðal annars slippinn. Engin slys urðu á fólki en í það minnsta fólksbifreiðin er töluvert skemmd. Einhverjar […]
Umferðaróhapp

Umferðaróhapp varð í morgunsárið á horni Birkihlíðar og Kirkjuvegar. Um var að ræða einn bíl þar sem bílstjóri varð fyrir því óláni að aka út af veginum með þeim afleiðingum að hann hafnaði uppi á garðvegg. Töluvert tjón varð á bifreiðinni en einnig skemmdist tengikassi frá Mílu óvíst er hvort einhver truflun gæti orðið á […]