Lögreglufélag Vestmannaeyja krefst þess að gengið verði frá samningum

Lögreglufélag Vestmannaeyja hélt félagsfund síðastliðinn mánudag. Aðalumræðuefnið var eðlilega yfirstandandi kjaraviðræður lögreglumanna. Í ályktun af fundinum hvetur félagið fjármálaráðherra til að semja nú þegar við Landssamband lögreglumanna. Ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. „Það er ótækt að lögreglumenn hafi verið samningslausir í á annað ár og því krefjumst við að fjármálaráðherra gangi frá samningum við Landssamband lögreglumanna […]