Fjölmenni í göngumessu (myndir)

Góð mæting var í göngumessu í gær sem séra Guðmundur Örn Jónsson leiddi. Lagt var upp frá Landakirkju og þaðan gengið upp að krossinum við gíg Eldfells og endað við Stafkirkjuna á Skansinum. Lúðrasveit Vestmannaeyja flutti nokkur lög ásamt kór Landakirkju. (meira…)
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]
Frábærir tónleikar á áttatíu ára afmæli Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt sína árlegu Styrktarfélagatónleika í stóra sal Hvítasunnukirkjunnar á laugardaginn. Tónleikarnir voru extra veglegir í ár þar sem sveitin fagnar 80 ára afmæli. Lúðrasveitir hafa verið í Eyjum frá því stuttu eftir aldamótin 1900 en sú fyrsta var stofnuð árið 1904, en fyrstu störfuðu stutt og þrjár fyrstu lögðu upp laupana þar til […]
Frábærir tónleikar hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja síðasta laugardag

Á laugardaginn var, hélt Lúðrasveit Vestmannaeyja sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnuhöllinni við Vestmannabraut. Um var að ræða svokallaðir Styrktarfélagatónleikar, en Lúðrasveitin á sér sveit öflugra bakhjarla sem greiða árlega hóflega upphæð, sem nú er 3 þúsund krónur, til styrktar starfinu. Tónleikarnir voru að vanda vel sóttir og bráðskemmtilegir enda sveitin stór góð undir dyggri stjórn […]
Lúðrasveitin með tónleika á laugardaginn

Árlegir hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja verða haldnir í Hvítasunnuhöllinn Vestmannabraut laugardaginn 10.nóvember kl.16:00. Tónleikarnir eru svokallaðir Styrktarfélagatónleikar, en Lúðrasveitin á sér sveit öflugra bakhjarla sem greiða árlega hóflega upphæð, sem nú er 3 þúsund krónur, til styrktar starfinu. Við höldum þessa tónleika árlega og bjóðum styrktarfélögum okkar ásamt mökum. Aðrir gestir eru velkomnir og greiða þá […]