Tónleikar á laugardag í Safnaðarheimilinu

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í Safnaðarheimilinu laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður rómur […]

Hausttónleikar Lúðrasveit Vestmannaeyja

Árlegir hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fara fram í Hvítasunnukirkjunni laugardaginn 11.nóvember kl.16:00. Allt verður þar með hefðbundnu sniði hvað varðar efnistök og framkvæmd. Á efnisskránni er að vanda fjölbreytt úrval verka úr ýmsum áttum og það sama má reyndar segja um félaga sveitarinnar, en þeir eru að vanda alls kyns og úr ýmsum áttum. Miðaverð er […]

Stórtónleikar LV stóðu undir nafni

Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt fjölda annarra flytjenda í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöld, föstudaginn 7. júlí, stóðu sannarlega undir nafni. Auk lúðrasveitarinnar komu þar fram frábærir söngvarar á borð við Júníus Meyvant (Unnar Gísla Sigurmundsson), Söru og Unu, Sæþór Vídó, Helga Björns, Jónsa og Siggu Guðna. Auk þeirra Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og kór Landakirkju. Fram kom […]

Sveitaball í kvöld!

Jarl Sigurgeirsson hefur mörg járn í eldinum þessa dagana en hann og lúðrasveit hans halda stórtónleika í kvöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis. Um er að ræða Lúðrasveitaball í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja en á svæðinu verða Lúðrasveit Vestmannaeyja, hljómsveit hússins, samkór myndaður af Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja ásamt Kór Landakirkju, og nokkrir vel valdir gestir. Í […]

Áhugaverðir tónleikar í Kviku

Á morgun þriðjudaginn 24. apríl kl.18:00 verða tónleikar í Kviku. Á tónleikunum koma fram Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kemur fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Ókeypis er á tónleikana og hvetjum við alla til að nýta tækifærið, hlýða á skemmtilega […]

Fjölmenni þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkó – Myndir

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og barnakór Landakirkju söng nokkra þekkta desember slagara. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sögðu nokkur orð áður en Emilía Dís Karlsdóttir sem á afmæli 24. desember […]

Heiðra minningu fallinna félaga á hausttónleikum

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nk. laugardag kl.16. í Hvítasunnukirkjunni. Mikið er venjulega lagt upp úr þessum tónleikum og eru þeir jafnan hápunkturinn á starfi sveitarinnar og efnisval fjölbreytt. Að þessu sinni ætlar Lúðrasveit Vestmannaeyja að heiðra minningu þeirra Stefáns Sigurjónssonar og Ellerts Karlssonar á tónleikunum en þeir eru báðir fyrrum stjórnendur Lúðrasveitarinnar og […]

Minningargrein: Stefán Sigurjónsson

Stefán Sigurjónsson skósmiður, skólastjóri og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja lést þann 1. október sl. Stebbi skó flutti til Vestmannaeyja fljótlega eftir gos og óðara gekk hann í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hann var lipur hljóðfæraleikari, léttur húmoristi og snöggur til svars en þessir eiginleikar eru einmitt mjög góðir í lúðrasveit. Fljótlega valdist Stebbi til trúnaðarstarfa innan sveitarinnar og […]

Þriðji dagur í Safnahelgi – laugardagur.

Safnahelgi í Vestmannaeyjum er nú komin inn á helgina og verður hér rakið það helsta sem í boði er á fyrri deginum, laugardegi. Dagurinn hefst í Gestastofu Sealife Trust að Ægisgötu 2. Þar rúllar á tjaldi allan daginn, kl. 10:00-16:00 ljósmyndasýning Tesni Ward og UK Press Association. Sýningin fjallar um hið einstaka og langa ferðalag […]

Lúðrasveitartónleikar í Hvítasunnukirkjunni á laugardag

Árlegir tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fara fram í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut næstkomandi laugardag 6.nóvember kl.16:00 og eru þeir hluti af metnaðarfullri dagskrá Safnahelgar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangseyrir 2500 kr.  Félagar í styrktarfélagi Lúðrasveitarinnar fá að venju frítt inn. Lúðrasveitin var stofnuð 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur starfað óslitið síðan, sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.