Á morgun þriðjudaginn 24. apríl kl.18:00 verða tónleikar í Kviku.
Á tónleikunum koma fram Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kemur fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum.
Ókeypis er á tónleikana og hvetjum við alla til að nýta tækifærið, hlýða á skemmtilega tónlist og fylgjast með ungdómnum blómstra.
Kv. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja og Musikkskúlinn Vágum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst