Lundaballið 2022

Lundaball 2022 Allt er þá þrennt er….. Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna verður haldið laugardaginn 1. október næstkomandi og verður það í höndum Brandara þetta árið. Við lofum frábærri skemmtun enda höfum við fengið nægan tíma í undirbúning og gerð skemmtiatriða síðustu tvö ár. Sjáumst hress á Lundaballi Brandarar (meira…)

Lundaballi 2021 frestað

Í ljósi mikillar óvissu í samfélaginu vegna Covid-19 og viðvarandi sótttvarnartakmarkana, höfum við ákveðið að fresta Lundaballinu – Uppskeruhátíð bjargveiðimanna 2021, sem fyrirhugað var að halda 25. september næstkomandi. Þar sem við Brandarar höfum verið að vinna sleitulaust að skemmtiatriðum fyrir Lundaballið síðustu tvö ár vonum við að okkur verði sýnt það traust að fá […]

Lundaballi 2020 frestað

Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19, tilmælum og takmörkunum yfirvalda og með almannahag í huga, höfum við Brandarar ákveðið að fresta Uppskeruhátíð bjargveiðimanna 2020 sem fyrirhugað var að halda 26. september næstkomandi. Okkur hlakkar til að sjá ykkur á besta Lundaballi allra tíma sem haldið verður laugardaginn 25. september 2021 og verður það auðvitað í höndum Brandara. Bestu […]

Besta lundaball ársins – myndir

Hið árlega Lundaball fór fram í Höllinni á laugardaginn. Ballið sem er árshátíð bjargveiðimanna, var í höndum Bjarnareyinga að þessu sinni og þótti það hafa heppnast vel.  Tæplega 400 manns fylltu Höllina á mat og skemmtun. Auk skemmtilegara myndbanda frá Bjarnareyingum hélt Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, skemmtilega tölu og Elvis Presley mætti á svæðið. Hinir […]

Lundaballið í Höllinni 28. september

Árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja verður haldin í Höllinni, laugardaginn 28. september n.k. Í ár eru það Bjarnareyingar sem halda utan um dagskránna. Ballið er öllum opið og því er tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði o.fl. að skella sér á ball ársins í Eyjum með lundakörlunum. Hljómsveitin Brimnes heldur uppi eyjastemmningu. Glæsilegt villibráðahlaðborð að hætti EInsa kalda og hans […]

Besta lundaball ársins

Um helgina fór fram í Höllinni hið árlega Lundaball. Að þessu sinni var það í höndum Álseyinga. Rúmlega 400 manns mættu til matar og var almenn ánægja með skemmtunina. Voru gestir sammála um það að þetta sé langbesta lundaball sem haldið hefur verið á árinu. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með […]

Álseyjarútgáfan endurútgefur Lundaballslistann

Álseyingar hafa löngum verið fremstir úteyinga í undirbúningi fyrir Árshátíð bjargveiðimanna í Eyjum. Hafa Álseyingar oft farið ótroðnar slóðir í þeim efnum enda hafa Lundaböllin sem þeir hafa haldið alltaf toppað það sem áður hefur verið gert. Álseyingar virðast enn einu sinni ætla að setja standard Lundaballsins í nýjar hæðir og má því búast við […]

Flottasta Lundaball sögunnar í undirbúningi

Árshátíð Bjargveiðimennafélags Vestmannaeyja, eða Lundaballið eins og hátíðin er oftast kölluð er á næsta leiti. Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár, hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Ystaklettsmenn, sem áttu að sjá um ballið í ár, fetuðu í fótspor nágranna sinni í Ellirey og „beiluðu á“ að halda það og því […]