Rúmlega þúsund manns hlaupa Puffin run í dag

Í dag fer fram árlegt utanvegahlaup, Puffin Run. Hlaupið byrjar kl.12:15 og er upphaf hlaupsins frá Tangagötu við mjölgeymslu Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum að Tangagötu verður lokað frá kl.12:00 og á meðan hlauparar leggja af stað. Einnig verður lokað fyrir umferð á Stórhöfðavegi við Klaufina. Lögreglan vill benda ökumönnum á […]

1150 skráðir til leiks í The Puffin Run

The Puffin Run fer fram í Vestmannaeyjum þann 7. maí 2022 kl. 12:15. Í boði er einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km. Rásmark og endamark verður á Nausthamarsbryggju. Nú styttist í hlaupið og verð […]

Að verða uppselt í Puffin Run

Síðdegis í gær höfðu 926 manns skráð sig í The Puffin Run 2022 að sögn Magnúsar Bragasonar eins af skipuleggjendum hlaupsins. Fjöldi keppenda takmarkast við 1.000 manns. Í fyrra var fullbókað í lok febrúar. Það er því vissara fyrir þá hlaupara sem ætla að taka þátt í ár að skrá sig sem fyrst inn á […]

Hótel Vestmannaeyjar til sölu

Hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir hafa ákveðið að setja Hótel Vestmannaeyjar á sölu. Magnús og Adda festu kaup á hótelinu árið 2012 en þau hafa síðan meðal annars ráðist í stækkun á húsnæðinu sem býr yfir 43 herbergjum auk 6 herbergja á samtengdu gistiheimili. Magnús sagði í samtali við Eyjafréttir reksturinn standa vel […]

Magnús er handhafi fréttapýramídans 2020 fyrir framlag til íþróttamála

Hótelstjórinn Magnús Bragason er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar er rætt við Magnús […]

Skáning í Puffin Run framar björtustu vonum

„Það eru rúmlega 550 skráðir núna við höfum aldrei séð svona áhuga með þetta miklum fyrirvara og við erum alvarlega að skoða það að loka fyrir skráningu,“ sagði Magnús Bragason einn af skipuleggjendum The Puffin Run en hlaupið er fer fram þann 8. Maí næst komandi. Þátttakendur voru 350 í fyrra sem var met þátttaka […]

Viðspyrna í kjölfar COVID19

2019 Miklar væntingar voru hjá okkur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2019, þar sem að siglt yrði til Landeyjahafnar á nýrri ferju sem koma átti í lok vetrar. Málarekstur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar tafði afhendingu nýju ferjunnar. Nýr Herjólfur kom ekki fyrr en 19.júní 2019 og hóf áætlunarsiglingar í lok júlí. Umfjöllun fjölmiðla var neikvæð og […]

Vestmannaeyjar

Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið:   (meira…)

Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.