Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]

Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]

Ísleifur með 700 tonn af makríl

Klukkan fimm í dag er Ísleifur VE væntanlegur með 700 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni austur af landinu. Áður höfðu Ísleifur og Huginn VE, sem báðir eru í eigu Vinnslustöðvarinnar leitað að makríl á svæðinu við Eyjar en lítið fundið. Þetta er því fyrsti alvöru makrílfarmurinn sem berst til Eyja á þessari vertíð. […]

Leggja til lækkun í síld, makríl og kolmunna

Í dag 30. september 2021 veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna árið 2022. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2022 verði ekki meiri en tæp 599 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 651 þúsund tonn og er því um að ræða […]

Góð makrílveiði í Smugunni þessa sólarhringana

Huginn VE kom úr Smugunni með alls um 1.300 tonn af ferskum og frosnum makríl sem verið er að landa í Eyjum. Kap VE er á miðunum og gert er ráð fyrir að skipið leggi af stað heimleiðis í kvöld eða á morgun með fullfermi, um 800 tonn. Ísleifur VE er um það bil að […]

Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun. Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á […]

Makrílinn mestur austan við landið

Í lok júlímánaðar lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátttöku sinni í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí s.l. Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er […]

Makrílvinnsla um helgina

Makríll verður unninn hjá Vinnslustöðinni næsta sólarhringinn og fram á sunnudag ef þörf krefur. Kap er á leið til Eyja með hátt í 800 tonn úr Smugunni, stóran fisk og góðan. Skipið heldur þangað aftur að löndun lokinni. Ísleifur er í Smugunni og Huginn er á leið þangað. Bræla hefur verið á þessum slóðum og […]

Makrílrannsóknir í norðurhöfum

Árni Friðriksson

Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum […]

Fiskistofa tók tilboði Sigurðar VE 15

Sigurður VE við bryggju

Fiskistofa birti í dag niðurstöðu tilboðsmarkaðarins í júní. Úrvinnslu var þar með lokið á aflamarkaðsskiptum. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021 nr. 726/2020. Að þessu sinni var 7.453.231 aflamark af makríl í boði og samþykkt voru 976.380 aflamark af þorski. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.