Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]

Lífmassi makríls ekki minni síðan 2007

Niðurstöður frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sýna að lífsmassi makríls hefur ekki mælst minni síðan árið 2007 á Norðaustur-Atlantshafi. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 1. júli til 3. ágúst í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vístitala lífmassa makríls var metin á 4,3 milljón tonn sem er 42% lækkun frá […]

Ástand makríls svipað og á síðasta ári

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí. Í þessum 19 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3250 sjómílur eða 6 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunnar. […]

Áta í makrílnum kemur í veg fyrir heilfrystingu

„Við lukum við að vinna aflann úr Gullbergi á þriðjudaginn og úr Sighvati Bjarnasyni í gær (miðvikudag). Nú er hlé fram að næstu löndun og liðið mitt fær að sleikja sólina á meðan. Óþægilega mikil áta er í makrílnum og því ekki hægt að heilfrysta hann. Þess vegna hausum við og hausum!“ segir Benóný Þórisson, […]

Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]

Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)

Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)

Enn ósamið um makrílinn

Enn hefur ekkert samkomulag tekist um skiptingu makrílveiða milli strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshaf. Engin niðurstaða varð úr hinum árlegu fundarhöldum í október, en áfram verður þó haldið að reyna að finna lausn. Fiskifréttir fjölluðu um málið í frétt um helgina. Að sögn matvælaráðuneytisins var byrjað að „skoða tölur um hlutdeildarskiptingu á fundinum. Enn er langt á […]

1200 tonn af makríl

„Við erum á heimleið með 1.200 tonn sem náðust í íslenskri lögsögu. Það hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að leita að makrílnum og veiða hann á þessari vertíð,“ sagði Sveinn Ásgeirsson yfirstýrimaður á Gullbergi um hádegisbil í dag (1. september). Hann er í þann veginn að ljúka fyrsta túrnum sem skipstjóri á Gullbergi, […]