Stefna á að malbika Vesturveg um mánaðarmótin
Framkvæmdir við Vesturvegur voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, framkvæmdir hafa staðið síðan síðasta haust og er íbúa og vegfarendur í viðgötuna farið að lengja eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Vesturvegi. Áætlað er að malbika um mánaðarmót maí/júní. Í kjölfarið er farið í að helluleggja kantstein […]
Hellisheiði lokuð í dag
Þjóðvegur eitt um Hellisheiði verður lokaður í dag mánudag þar sem stefnt er að því að malbika akreinar í báðar áttir neðst í Kömbunum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 9 að morgni til klukkan 20 að kvöldi og er umferð beint um Þrengslin á meðan. (meira…)
Malbikað í góða veðrinu
Jóhann Jónsson frá Laufási forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og hans menn nýttu góða veðrið og voru í óðaönn að malbika þegar blaðamaður Eyjafrétta hitti á þá í hádeginu. “Við fengum einn bíl í morgun og erum bara núna að vinna smá viðgerðir hér og þar. Við höfum varla undan að laga það er svo víða verið […]
Lokað við Landvegamót vegna malbikunar
Þjóðvegur 1 verður lokaður til vesturs í dag við Landvegamót vegna malbikunarframkvæmda. Malbika á um 1.100 metra langan kafla til vesturs frá Landvegamótum og verður umferð til vesturs beint um Landveg og Sumarliðabæjaveg. Umferð til austurs ekur meðfram vinnusvæðinu þar sem hámarkshraði verður lækkaður niður í 30 km/klst. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan […]
Malbikað í næstu viku
Þann 15.-17. júní er áætlað að malbika í Vestmannaeyjum m.a. verða Heimagata og Helgafellsbraut malbikaðar. Hvetjum við því alla til þess að fjarlægja alla bíla og halda þeim götum auðum á meðan undirbúið er undir malbik og á meðan malbikað er, svo hægt sé að vinna verkið hratt og örugglega. Við biðjum fólk að sýna […]