Kynnti sér fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mannamót Markaðsstofu landshlutanna sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og var lokaviðburður Ferðaþjónustuvikunnar í ár. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur […]
Mannamót – styrkir tengsl og eykur þekkingu
Árið 2023 byrjar með trompi hjá Markaðsstofu Suðurlands en fimmtudaginn 19. janúar verða haldin Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Mannamót hefur verið fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en þar hafa hátt í þúsund gestir mætt og sýnendur verið yfir 250. Sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið áberandi og hafa rótgróin fyrirtæki sem og […]
Margt um manninn á Mannamótum
Mannamót fer nú fram í Kórnum í Kópavogi og er opið til kl 17.00. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. […]