Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]
Vöruhúsið opnar í Vöruhúsinu

Anton Örn og Róbert – Nýr veitingastaður í Vöruhúsinu ::Ætla að bjóða léttan og góðan mat á sanngjörnu verði ::Þakklát fyrir jákvæð viðbrögð Nýr veitingarstaður verður opnaður að Skólavegi 1 þegar líður að sumri. Þeir Anton Örn Eggertsson og Róbert Agnarsson standa á bakvið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Eyjafólk sem fylgst hefur með framkvæmdum hefur velt […]
Menningarverðlaun Suðurlands 2023

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og […]
Hvetja landsmenn til að njóta þess hlutverks að vera gestgjafar

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí. Þar opnuðu þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Verkefnið er hvatning til […]
Hugrakkar stelpur – Viltu auka sjálfstraust og læra að standa betur með sjálfri þér?

Þær Emma Bjarnadóttir og Agnes Líf Sveinsdóttir eru að fara af stað með sjálfstyrkingar námskeið í júní. Á námskeiðinu verður unnið með ýmsar æfingar og leiki þar sem miðað er að því að efla hugrekki og sjálfstraust, ásamt ýmsri fræðslu um daglegar áskoranir. Nánari upplýsingar um námskeiðið Hugrakkar stelpur má finna hér: (meira…)
Fluttu frá Gana til Vestmannaeyja

Systurnar Adriana 16 ára og Lordiar 18 ára fluttu til Vestmannaeyja frá Gana í október 2022. Hér búa þær ásamt móður sinni og föður og stunda nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Þeim systrum líkar vel að búa í Eyjum og hafa aðlagast vel þrátt fyrir töluverðan menningarmun og ólíkt veðurfar en er á heimaslóðum. Stefna […]
Foreldramorgnar Landakirkju

Í grein sem birtist í 6.tbl Eyjafrétta um Foreldramorgna Landakirkju var farið vitlaust með nafn Kvenfélags Landakirkju og var í staðinn sett Kvenfélagið Líkn. Biðjumst velvirðingar á þessu og birtum hér greinina leiðrétta í heild sinni. Foreldramorgnar í Landakirkju hafa verið fastur liður í starfi kirkjunnar í mörg ár. Í október 2021 hófu þeir aftur […]
Ný skilti og útgáfudagskrá

Hinn 16. júlí eru 395 ár liðin frá því að alsírsk ræningjaskip komu hér til Vestmannaeyja, rændu, brenndu, drápu 36 Vestmannaeyinga og tóku með sér 242 manneskjur héðan til Alsír, í Barbaríið, eins og Íslendingar kölluð Alsír á þeim tíma. Þar beið fólksins þrældómur og ill meðferð. Um 200 íbúar urðu eftir í Vestmannaeyjum, þjakaðir […]
Hagstofustjóri gefur Vestmannaeyjabæ kort

„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og […]
Þess virði að missa af Herjólfsferð

Slippurinn fagnar 10 ára afmæli og bauð til afmælishátíðar í dag að því tilefni. Opið var á barinn fyrir gesti og þjónar gengu um og buðu gestum upp á frumlega smárétti sem voru hver öðrum betri. Gísli Matthías, kokkur Slippsins og eigandi, stiklaði á stóru yfir ótrúlega magnaða sögu staðarins og lýsti því þrekvirki sem […]