Umbylting skólaþjónustu

Í samfélaginu sem við búum í eru stöðugar breytingar og þeim fylgja breyttar þarfir barna og fjölskyldna. Ör samfélagsþróun kallar á aukna nýsköpun, lausnir og verkfæri sem mæta þörfum barna, fjölskyldna og starfsfólks á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Til að mæta nýjum áskorunum og svara kalli fagaðila á víðum vettvangi setti mennta- og barnamálaráðherra nýlega […]

Reynslunni ríkari

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhuguðum breytingum á sviði skólamála. Árið 2021 […]

GRV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 en þá sameinuðust Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli. Skólanum er aldursskipt og eru nemendur á yngsta stigi í Hamarsskóla en þau eldri í Barnaskólahúsinu.  Í skólanum hefur verið mótuð skýr stefnu um framtíðarsýn fyrir starfið á næstu árum þar sem helstu áherslur eru snemmtæk íhlutun, lestur og læsi, […]

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í breytingunum er jafnframt aukin […]

Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt!

Í síðustu viku var tilkynnt um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og áform um ný heildarlög um skólaþjónustu. Í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent boð til haghafa þar sem þeir eru hvattir til að bjóða sig […]

Margir nýta tímann til að læra óháð stað og stund

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er boðið upp á fjarnám allt árið. Skráning á vorönnina  stendur nú yfir og lýkur 18. janúar næstkomandi  og er hún rafræn á heimasíðu skólans: http://www.fa.is/fjarnam/skraning-i-fjarnam/    Hér er hægt að sjá hvaða áfangar eru kenndir á vorönninni: https://www.fa.is/fjarnam/afangar-i-bodi/fjarnam/ Kennslan hefst 25. janúar og lýkur með lokaprófum í maí. Í samtali við […]

Óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2021

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2021. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]

Styrking leikskólastigsins

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið skýrslu starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um styrkingu leikskólastigsins. Í skýrslunni eru m.a. settar fram tillögur er lúta að hagsmunum barna í leikskólastarfi, gæðaviðum í leikskóla, starfsumhverfi í leikskóla, fjölgun leikskólakennara og menntun starfsmanna í leikskóla og starfsþróun. Ráðið þakkaði kynninguna og fagnar tilurð þessarar skýrslu. Ráðið […]

Jafnrétti til náms og jöfn tækifæri eru mikilvæg leiðarstef nýrrar menntastefnu

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði Byggðaráðstefnuna 2021 í morgun en tilgangur hennar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri byggðaþróun. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Menntun án staðsetningar?“ „Við sjáum nú víða um land hvernig fólk er sífellt að átta sig betur á […]

Hvað getur menntakerfið lært af tölvuleikjageiranum?

Tryggvi Hjaltason hefur verið ötull talsmaður slæmra stöðu drengja innan menntakerfisins. Á Facebook síðu sinni í gær sett hann inn myndband þar sem hann viðrar nokkrar skemmtilegar pælingar um nálgun náms. „ Smá viðrun á nokkrum pælingum sem ég og fleiri höfum verið að glíma við undanfarið. Takk allir sem ég hef átt yndisleg og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.