Kveikjum neistann! Áhugahvöt og árangur í Vestmannaeyjum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins staðfesta í dag vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að fylgja nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra […]

Áhugahvöt og árangur – kveikjum neistann

Í dag verður samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins undir heitinu “Áhugahvöt og árangur – kveikjum neistann” ýtt úr vör með undirritunar viljayfirlýsingar umræddra aðila. Undirskriftin fer fram við formlega athöfn í dag í Eldheimum kl. 13.00. Vegna samkomutakmarkana verður aðgengi takmarkað. Beina útsendingu frá viðburðinum er hægt að sjá í […]

Framhaldsskólar geta hafið staðnám

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um skólastarf sem taka mun gildi frá og með 1. janúar og gilda til 28. febrúar nk. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis en þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. […]

Stórkostlegar niðurstöður

Val á Stofnun ársins 2020 var kynnt á dögunum en könnun er gerð árlega hjá stofunum ríkis og sveitarfélaga og sjálfseignarstofnunum, þar sem lagt er mat á starfsumhverfi stofnana í opinberri þjónustu. Athygli vekur hversu margir skólar raða sér á topplista þessa árs. Á lista yfir Fyrirmyndarstofnanir á vegum ríkisins eða sjálfseignarstofnana, með 50 starfsmenn […]

Skólastarf í forgangi

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í gær með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fulltrúum Kennarasambands Íslands og skólastjórnenda um stöðu skólastarfs í ljósi þróunar COVID-19 faraldursins hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í máli sóttvarnalæknis kom meðal annars fram að hlutfall barna (0-18 ára) af heildarfjölda smitaðra er áþekkt […]

Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld […]

Skólagjöld áfram meðal lægstu á landinu

Ný verðkönnun á skóladagvistun og skólamat hjá ASÍ var birt í dag. Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.