Fornleifarannsókn við Miðgerði

Fornleifarannsókn við Miðgerði var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Undanfarnar vikur hefur staðið fyrir fornleifarannsókn í austurbæ á svæði þar sem fyrirhugað er að gera íbúðargötu að nafni Miðgerði. Þar stóðu áður tveir bæir og heimildir eru til um tilvist annars þeirra árið 1703. Skipulagsfulltrúi kynnti framgang verkefnisins. (meira…)