Saga af streng (myndband)

Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að […]

Æfir breikdans á Vigtartorgi (myndband)

Vegfarendur um Vigtartorg seinnipartinn í gær ráku upp stór augu þar sem ungur maður æfði breikdans. Þar var á ferðinni Moritz Schmid sem er búsettur í Vestmannaeyjum um þessar mundir til þess að vinna á Slippnum. Hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta að hann hafi æft breikdans í rúm fjögur ár og Vigtartorgið væri […]

Myndband þegar brennan hrundi

Brenna var tendruð á Fjósakletti á miðnætti eins og löng hefð er fyrir. Fyrst er getið um brennu á Fjóskakletti árið 1929, en varðeldar í Herjólfsdal höfðu tíðkast á Þjóðhátíðum í smærri stíl frá árinu 1908. Brennan er einn af hápunktum Þjóðhátíðar og vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Það er vel þekkt að brennan hrynur […]

Rúmlega þrjár milljónir hafa séð Þrídranga

Mosfellska hljómsveitin Kaleo hefur verið að gera það gott síðustu ár. Árið 2021 gáfu þeir félagar út myndband við lagið sitt Break My Baby. Myndbandið við lagið er ekki beint tekið upp í alfaraleið en tökustaðurinn er þyrlupallurinn í Þrídröngum. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 3,4 milljónir séð myndbandið. Þrídrangar eru í raun fjórir […]

Álfareiðin með Molda

“Á þrettándanum 6. janúar n.k. halda menn uppá Molda” Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur sameinast og kveðja hátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Í tilefni þess dúndruðum strákarnir í Molda í eitt stykki tónlistarmyndband við nýju ábreiðuna af laginu Álfareiðin. Myndefni frá þrettándagleðinni í Eyjum er úr heimildarmyndinni Þrettándinn eftir Sighvat Jónsson, […]

Jarðsungu Svala

Nokkrar stelpur í 4. bekk GRV tóku sig til og útbjuggu skemmtilegt myndband og sendu inn í Krakkaskaup RÚV ekki rataði atriðið í sjónvarpið en er skemmtilegt engu að síður og má sjá hér að neðan. Með stelpunum í myndbandinu er sr. Guðmundur Örn Jónsson, en sjón er sögu ríkari. Ef einhver lumar á skemmtilegu […]

Skansinn fyrir gos (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilegt myndbrot af Skansinum fyrir gos sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgunn. Vikumyndin er samstarfsverkefni við Ljósmyndasafn Vestmannaeyjar.   (meira…)

Hlébarðar í Vestmannaeyjum (myndband)

Glöggir eyjaskeggjar urðu eflaust hissa þegar þeir sáu tvær ungar konur vafra um eyjuna i hlébarðabúningum um þetta leyti á síðasta ári. Hljómsveitin Ultraflex var hér a ferðinni við upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið þeirra Papaya. “Þetta var í fyrsta skipti sem við komum til Eyja og þegar við sáum sólina skína á klettana úr […]

Hvölunum sleppt í Klettsvík (myndband)

Sea Life Trust sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að hvölunum Litlu Grá og Litlu Hvít hafi verið sleppt lausum í Klettsvík. Þar kemur einnig fram að aðlögun hvalanna hafi gengið vel undir ströngu eftirliti. Meðfylgjandi myndband er tekið þegar hvalirnir fóru sinn fyrsta sundsprett í nýjum heimkynnum. (meira…)

Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.