Kiwanis, Oddfellow og Líkn færðu HSU rausnarlega gjöf

Í dag afhentu félagasamtök í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun Suðurlands bilirubin-mæli að gjöf en það voru ljósmæður á HSU sem tóku formlega á móti gjöfinni. Mælirinn nýtist til mælingar á gulu í ungabörnum og eykur þar með öryggi og þjónustu við nýbura í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra. Það eru Kiwanis, Oddfellow og Líkn sem standa að þessari […]

Tveir fulltrúar FIV fara til New York

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var valinn til að taka þátt í ritgerðarsamkeppni um málefni Sameinuðu þjóðanna. Þetta er samvinnuverkefni Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að styðja ungt fólk með leiðtogahæfileika. Verkefnið hófst árið 1949 og var að frumkvæði forsetafrú Bandaríkjanna Eleanor Roosevelt. Nemendur skólans skiluðu inn ritgerðum helguðum hinum ýmsu deildum og hugsjónum […]

Ungmennastarf Oddfellowreglunnar

Árið 1949 að frumkvæði forsetafrú Bandaríkjanna Eleanor Roosevelt var komið á samvinnuverkefni milli Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna með áætlun að styðja ungt fólk með leiðtogahæfileika. Fram til dagsins í dag hafa rúmlega 40.000 ungmenni tekið þátt í þessu verkefni. Á árunum 1992 – 1994 hófu Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk þátttöku í verkefninu og árið […]

Opið hús hjá Oddfellow á sunnudaginn

Oddfellow opnar dyr sínar fyrir almenningi á sunnudaginn kemur, með opnu húsi á regluheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum, Herjólfsbæ að Strandvegi 45. Opið verður milli kl. 13 og 15. „Hvetjum við alla til að koma og kynna sér starfsemina og fá sér vöfflukaffi,“ segir í tilkynningu frá reglunni. „Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar verða […]

Oddfellowstúkan Vilborg kom færandi hendi

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow reglunnar kom systrastúkan Vilborg færandi hendi og gaf Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum sex vökvateljara, tvær veglegar stangir og vökvasett. Það er ómetanlegt fyrir Sjúkradeildina að fá þessar góðu gjafir sem eiga eftir að nýtast við lyfja, vökva og blóðgjafir í æð. Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir […]