Stelpurnar mæta HK í mikilvægum leik

HK og ÍBV mætast í dag klukkan 16:00 í Olís deild kvenna í Kórnum í Kópavogi. Um er að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik fyrir stelpurnar. HK situr í fjórða sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan ÍBV. ÍBV getur með sigri jafnað HK að stigum og fært sig skrefi nær sæti í úrslitakeppninni. (meira…)
Stelpurnar taka á móti Stjörnunni í dag kl. 14.30

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í leik í Olís deild kvenna í dag, laugardaginn 22. febrúar, kl. 14.30. Fyrir leikinn situr ÍBV í 7. sæti með 12 stig en Stjarnan í því þriðja með 19 stig. Eyjakonur eru jafnar Haukum og KA/Þór af stigum í 5.-7. sæti og gætu því með sigri híft sig upp […]
Botnliðin mætast

ÍBV tekur á móti Aftureldingu kl 15:00 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. Afturelding situr á botni Olísdeildar kvenna með 0 stig en ÍBV er í næst neðsta sæti með 10 stig. (meira…)
Handboltastelpurnar í beinni kl. 14:00

Kvennalið ÍBV heimsækir Fram í Safamýri í dag klukkan 14:00. Ljóst er að verkefnið er verðugt fyrir Sigga og stelpurnar en kvennalið Fram er ógnar sterkt. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás Fram. (meira…)
Torsóttur sigur gegn nýliðunum

ÍBV tók á móti nýliðum Olís-deildar kvenna, Aftureldingu í Eyjum í dag. En það var engann nýliðabrag að sjá á þeim í dag og leikurinn jafn og spennandi allan tímann. Afturelding fór með forystuna allan fyrri hálfleikinn þó mörkin hefðu ekki verið mörg. Staðan í hálfleik 6-8, gestunum í vil. Sama jafnræðið var áfram með […]
ÍBV – Afturelding – Bein útsending

ÍBV mætir Aftureldingu í fyrsta leik í Olísdeild kvenna í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag kl. 14.00. Sjá má leikinn í beinni útsendingu á Youtube rás ÍBV. (meira…)
Fyrsti leikurinn hjá stelpunum kl. 14:00 laugardag

Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni í vetur á heimavelli á móti Aftureldingu á laugardaginn kl. 14:00. Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að flýta leik ÍBV og Aftureldingar sem fer fram í Eyjum á morgun. Afturelding mun sigla í kvöld til Eyja og leikurinn fer fram […]
Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi. Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil. ÍBV lék […]
ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]
Stelpurnar mæta Fram á ný í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25. Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók […]