Birna Berg framlengir við ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið ein af lykilkonum í liðinu síðan þá sem voru bikar- og deildarmeistarar á síðasta tímabili. Þetta er gríðalegt ánægjuefni og hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs með Birnu, segir í tilkynningu […]

Stelpurnar fá Val í heimsókn

ÍBV fær Val í heimsókn í tíundu umferð Olís deild kvenna í dag. ÍBV er í fjórða sæti með tíu stig eftir níu umferðir og Valur í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Leikir dagsins: 16. nóv. 23 18:00 ÍBV – Valur 16. nóv. 23 18:00 KA/Þór – ÍR 16. nóv. 23 19:30 Fram – Stjarnan […]

HK – ÍBV í Kórnum

Olís deild kvenna er farin aftur af stað eftir landslliðshlé. ÍBV stelpurnar leggja land undir fót í dag og mæta HK stúlkum í Kórnum klukkan 14:00 í dag. HK situr á botni deildarinnar en ÍBV er í 3. sæti sem stendur. (meira…)

Leik ÍBV og KA/Þór frestað

Leik ÍBV og KA/Þór sem fram átti að fara í kvöld í Olísdeild kvenna hefur verið frestað til morguns vegna þess að ekki var fært með flugi frá Akureyri. KA/Þór eru lagðar í hann í rútu og koma til Eyja með Herjólfi í kvöld. Leikurinn fer því fram klukkan 18:00 annað kvöld. (meira…)

Stelpurnar taka á móti Haukum

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í kvöld í 7. umferð Olís deildar kvenna. Áhorfendabann er enn í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. (meira…)

Stelpurnar mæta Stjörnunni í dag

Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá handbolta stelpunum eftir langt hlé. Stelpurnar hefja leik kl.13:30 þar sem þær mæta Stjörnunni. Eins og þekkt er þá er áhorfendabann í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. (meira…)

Framhaldið leggst sjúklega vel í mig

Olís deild kvenna fer aftur af stað í dag eftir 112 daga stop en ekki hefur verið leikið í deildinni síðan 26. September. ÍBV stelpurnar mæta Fram í Framhúsinu klukkan 14:30 í dag. ÍBV situr á toppi deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir. Við heyrðum í Sunnu Jónsdóttur fyrirliða ÍBV og fórum aðeins yfir […]

Sænskur leikmaður til ÍBV

Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sävehofs og vefurinn handbolti.is greindi fyrst frá. Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er 19 ára gömul og hefur leikið 12 U-landsleiki […]

Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]

Handbolti í dag í tómum húsum

Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn […]