Oddaleikur ÍBV-Hauka í dag

Oddaleikur ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram kl.18:00 í dag. Sæti í úrslitaeinvíginu gegn Valskonum er undir. Upphitun fyrir leik hefst kl. 16:45, grillaðir verða borgarar og stemmingin keyrð í gang. (meira…)

Fyrsta einvígi FH-ÍBV í Krikanum í dag

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í dag kl. 19.00 í Kaplakrika í Hafnafirði. Fyllum Krikann og hvetjum peyjana til sigurs. Áfram ÍBV!   (meira…)

Tvöfaldur leikdagur hjá ÍBV

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og karla í dag. Karlaliðið mætir Gróttu í Hertz höllinni Seltjarnanesi kl. 14:00. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð2Sport. Kvennaliðið mætir síðan Fram í Framhúsinu Úlfarársdal kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Fram Tv (meira…)

Lokahóf Olís deildarinnar

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV var valin besti varnarmaður kvennadeildarinnar. Þetta kemur fram á vef HSÍ. (meira…)

Stelpurnar mæta Fram í dag

Handbolta stelpurnar fá Fram í heimsókn í dag í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:40! Fram unnu fyrsta leikinn sannfærandi 28-18 og því verðugt verkefni framundan hjá ÍBV að snúa taflinu við. “Stuðningurinn skiptir ótrúlega miklu máli og treystum við á ykkur kæru stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn og láta vel […]

Strákunum spáð 3. en stelpunum 4. sæti

Nú í hádeginu fór fram kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deilda fyrir komandi handboltatímabil. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt að því tilefni. Karlaliði ÍBV er spáð 3. sæti í deildinni en stelpunum er spáð 4. sæti þetta árið. ÍBV tefli einnig fram U-liði í kvennaflokki í fyrsta skipti í Grilldeildinni en […]

Handboltinn – Æfingaleikir

Þá er handboltinn farinn að rúlla og liðin að leika æfingaleiki í dag og á morgun. Föstudagur: ÍBV-HK mfl.kk klukkan 18:00 ÍBV U – HK U klukkan 19:30 Laugardagur: FH – ÍBV mfl.kvk (í Kaplakrika) klukkan 11. ÍBV-HK mfl.kk ÍBV U-HK U Enginn tími er kominn á leikina hjá körlunum á laugardaginn og verða þeir auglýstir síðar á facebook síðu handboltans. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa leiki og skoða liðin sem eru að spila sig saman fyrir mótið.  Olísdeild karla hefst svo 8 sept. þar sem fyrsti leikur verður viðureign ÍBV og Stjörnunar í Eyjum.  Stelpurnar […]

Tveir hörku leikir í vikunni

Það verða tveir rosalegir handboltaleikir í vikunni. Strákarnir eru að fá Selfoss í heimsókn, en það eru venjulega svakalegir leikir á milli þessara liða. Það var frábært að horfa á strákana á sunnudaginn á móti Pauc í evrópukeppninni en ef þeir ná upp sama leik og þeir spiluðu þar þá eru fá lið sem stoppa […]