Fyrsti sigurinn kom gegn toppliði Skagans

Botnlið Eyjamanna tók á móti toppliði Skagamanna í leik í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli í dag. Fjöldi áhangenda fylgdi liði ÍA til Eyja í dag og mátti vart á milli sjá hvort fleiri Eyjamenn eða Skagamenn fylltu stúkurnar. Skagamenn komust yfir strax á 6. mínútu eftir að Gilson Correia, varnarmaður ÍBV, missti boltann klaufalega […]

ÍBV með eitt stig á botninum eftir fjórar umferðir

Enn þurfa Eyjamenn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deild-karla en ÍBV sótti heim HK í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en fengu hins vegar á sig mark á 14. mínútu eftir hornspyrnu HK. Þar með tók HK mest öll völd á vellinum. Á 28. mínútu fékk […]

Fyrstu stigin í hús hjá strákunum

ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli. Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til […]

Brösuleg byrjun ÍBV í Pepsi Max-deild karla

ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins. ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix […]

Verðum að sýna styrk okkar og karakter í hverjum einasta leik

Karlalið ÍBV í Pepsi Max deildinni, eins og efstadeild Íslandsmótsins heitir þetta árið, hefur leik í dag, laugardag, er fá Fylki í heimsókn. Leikurinn sem fer fram á Hásteinsvelli hefst kl. 14.00. Nýr þjálfari tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni við lok síðasta tímabils, Pedro Hipolito. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.