Enginn sambabolti í rokinu í dag

Foknar girðingar og brotnar flaggstangir tóku á móti þeim 200 áhorfendum sem mættu á Hásteinsvöll í dag að horfa á ÍBV taka á móti Breiðablik í PepsiMax deild karla. Fyrir leik mátti áætla að ekki yrði boðið upp á neitt sérstaklega skemmtilegan fótboltaleik, enda hífandi rok, kalt og grenjandi rigning.Leikmenn beggja liða reyndu hvað þeir […]
Strákarnir mæta Blikum í kveðjuleik

ÍBV tekur á móti Breiðablik á Hásteins velli í dag kl. 14:00 í síðasta leik liðsins í efstu deild í bili. Eins og flestir vita þá leikur ÍBV í Inkasso-deildinni á komandi tímabili. Breiðablik situr í öðru sæti deildarinnar og litlar líkur á að þeir færist þaðan. (meira…)
Gary með þrennu í tapi

ÍBV heimsótti FH í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. FH-ingar komust í 6-1, en ÍBV skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lauk leiknum því 6-4. Sigurður Arnar Magnússon skoraði eitt marka ÍBV en hin þrjú skoraði Gary Martin. Nú þegar tveir leikir eru eftir af mótinu er athyglisverð staðreynd að Gary Martin er næst markahæsti leikmaður […]
ÍBV lagði Val á Hásteinsvelli

ÍBV vann sanngjarnan sigur á stjörnuprýddu liði Vals á Hásteinsvelli í dag. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val 1-0 yfir á annarri mínútu en Gary Martin, fyrrum sóknarmaður Vals, jafnaði metin á 11. mínútu og kom svo ÍBV yfir í síðari hálfleik. Þessi úrslit hafa lítil áhrif á stöðu ÍBV á botni deildarinnar en gætu reynst Valsmönnum dýr í […]
ÍBV – Valur á Hásteinsvelli

Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Val á Hásteinsvelli. Að litlu er að keppa fyrir ÍBV sem er fallið um deild en Valur er í harðri samkeppni um evrópusæti þar sem hvert stig skiptir máli. Allir á völlinn, Áfram ÍBV. (meira…)
Rafael Veloso farinn frá ÍBV

Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso hefur yfirgefið herbúðir ÍBV en þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs í samtali við Fótbolta.net í dag. Veloso kom til ÍBV síðastliðinn vetur eftir að hafa þar áður leikið í Noregi. Í byrjun tímabils skiptust Veloso og Halldór Páll Geirsson á að verja mark ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito. Eftir […]
Leik ÍBV og HK/Víkings frestað

Leik ÍBV og HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn átti að fara fram kl. 14 í dag í Vestmannaeyjum. Gul viðvörun er á Suðurlandi og spáð miklu roki og rigningu. Einar Guðnason, yfirþjálfari hjá Víkingi, staðfesti á Twitter í dag að lið HK/Víking hafi verið komið framhjá Selfossi […]
Fyrsta stigið undir stjórn Ian Jeffs í hús

ÍBV tók á móti KA í leik í botnbaráttu Pepsi Max-deildar karla í gær, sunnudag. KA byrjaði leikinn betur og uppskáru mark á 21. mínútu er Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði í markið af stuttu færi. Þannig stóðu leikar í hálfleik 0-1. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðasti hálfleik fengu KA menn dæmda á […]
Níunda tapið í röð staðreynd

ÍBV sótti heim Víking í gær í leik í Pepsi Max-deild karla. Víkingur tók hins vegar öll völd á vellinum strax frá upphafi og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik eftir mark á 38. mínútu. Síðari hálfleikurinn var svo meira af því sama og á 75. mínútu juku Víkingar muninn í tvö mörk. Sá munur hélst […]
ÍBV á hraðri leið í 1. deild eftir tap gegn Fylki

ÍBV sótti Fylki heim í árbæinn í leik í Pepsi Max-deild karla í gær. Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark strax á 12. mínútu þegar Kolbeinn Aron Finnsson átti glæsilegt skot utan teigs sem rataði upp í samskeytin. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sínt ágætis leik í lok og jafnvel verið sterkara liðið […]