Betra ef hér væru fleiri skip
Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við […]
Polar Amaroq fékk gat á peruna – skipstjórinn bjartsýnn hvað varðar loðnuvertíð
Fréttir að afloknum loðnuleitarleiðangrinum á dögunum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað loðnuvertíð varðar. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leiðangrinum var grænlenska skipið Polar Amaroq og skipstjóri þar um borð var Geir Zoëga. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs og spurði hvort hann teldi að líkur væru á loðnuvertíð. „Staðreyndin er sú […]